Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Um Slóðavini

Stofnun og markmið

Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir (F.Ú.S.) var stofnað 15. janúar 2008 af rúmlega 120 notendum tví- og fjórhjóla. Strax á fyrstu dögum félagsins, var fjöldi félagsmanna að nálgast tvö hundruð.

Yfirlýst markmið félagsins eru:

  • að standa vörð um tilvist og akstur á torleiðum, þjóðleiðum og vegslóðum, hvort sem er á lág- eða hálendi í samræmi við lög.
  • að vernda og viðhalda akstursleiðum í þágu landnýtingar fyrir vélknúin farartæki.
  • að útbreiða og efla notkun vélhjóla sem almenningsíþrótt, heilsusamlega heilsurækt og útiveru.
  • að auka þekkingu félagsmanna sem og almennings, fjölmiðla, stjórnvalda og landeigenda á ferðalögum og útivist þeirra sem aka um á vélhjólum.
  • að miðla upplýsingum um torleiðir, þjóðleiðir og vegslóða til félagsmanna.
  • að gefa gott fordæmi um umgengni með jákvæðri eftirbreytni og umræðu um náttúruvernd.
  • að gæta hagsmuna félagsmanna varðandi búnað og annað er lítur að vélhjólum i samráði við viðkomandi yfirvöld.

Stjórn starfsárið 2016 - 2017

Stjórn félagsins er þannig skipuð:

Jakob Þór Guðbjartsson, formaður
Ásgeir Ö. Rúnarsson
Gísli Þór Sigurðsson
Karvel Árnason
Sigurjón Andrésson

Varamenn í stjórn:

Einar Sverrisson
Gunnar Finnsson

Félagsgjald

Árgjaldið er kr. 4.500 fyrir einstakling, en kr. 7.500 fyrir fjölskyldur.