Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Ferða og útivistarfélagið Slóðavinir er opið öllu áhugafólki um ferðalög og útivist á tví-, fjór- og sexhjól.

Með því að gerast félagsmaður styður þú við bakið á því gróskumikla starfi sem fer fram hjá félaginu og hjálpar til að gera félagið gildandi afl í baráttunni fyrir áframhaldandi ferðalögum á vegslóðum.

Það eru margar ástæður fyrir því að hjólafólk skráir sig í félagið:

  • Félagsskapurinn - hér hafa myndast mjög þéttir hjólahópar og góð vinatengsl.
  • Fróðleiksfýsn - félagið stendur fyrir mörgum námskeiðum auk þess sem spjallborðið er hafsjór af fróðleik.
  • Ferðalögin - Allt árið stendur félagið fyrir skipulögðum ferðum um allt land sem eru við allra hæfi.
  • Hjólaleiðir - Það er ekkert alltaf alveg sjálfgefið hvar best og skemmtilegast er að hjóla. Þeir sem mæta á viðburði félagsins eru fljótir að ná sér í upplýsingar.

Félagsgjaldið fyrir starfsárið 2011 er 4500kr fyrir einstaklinga en 7500kr fyrir fjölskyldur.

Sérstök athygli er vakin á reitnum AFÞAKKA GREIÐSLUSEÐIL hér að neðan, en með því að haka í hann verður ekki sendur greiðsluseðil, heldur gerum við ráð fyrir að greiðsla félagsgjalda fari fram með millifærslu á reikning félagsins (sjá nánar hér að neðan).

Contact Info

Eftir að umsókn hefur verið send til félagsins, er strax sendur tölvupóstur á uppgefið tölvupóstfang. Þar er staðfestingarhlekkur sem þarf að velja áður en hægt er að opna fyrir aðgang að vefnum.

Ef hakað hefur verið við reitinn þar sem greiðsluseðill er afþakkaður skal millifæra félagsgjöldin inn á reikning 513-14-402836 kt:710108-1290. Skýring greiðslu er kennitala félagsmanns sem greitt er fyrir - án bandstriks. Ef skýringu vantar getur félagið ekki ábyrgst að félagsgjöldin skili sér á réttan stað.

Í þeim tilfellum þar sem óskað er eftir greiðsluseðli bætast bankakostnaður kr. 250 við félagsgjöldin.