Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Leiga og lan

Spot-tæki til leigu

 

 spotFerða og útivistarfélagið Slóðavinir hefur til útleigu eitt SPOT-tæki til félagsfólks.

Spot-tækið er öryggis- og upplýsingtæki sem sendir skilaboð um gerfihnetti áfram til viðbragðsaðila (Neyðarlínan á Íslandi), fjölskyldu og vina.

Leiga á tækinu kostar 1200kr/dag.

Þeir sem vilja panta tækið er bent á að senda fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

 

 

Leigutökum er bent á að neðangreindum upplýsingum þarf að skila til fulltrúa félagsins 5dögur fyrir áætlaðann leigutíma, ef leigutaki á að geta send vinum og fjölskyldu skilaboð, annars fara skilaboð til fulltrúa félagsins (sjá hér hverjir eru fulltrúar félagsins).

a) Allt að 5 tölvupóstföng og 5 gsm-númer sem fá send OK-skilaboð.

b) Ok-texti.

      Ef engin texti er sendur er notast við staðlaðann texta: SPOT Check OK.  Allt í lagi hér.

c) Allt að 5 tölvupóstföng og 5 gsm-símanúmer sem fá send HJÁLPar-skilaboð.

d)  Hjálpar-texti sem birtist í skilaboðum.

      Ef engin texti er sendur er notast við staðlaðann texta: This is a HELP message. Please send for help ASAP. Þetta er aðstoðarbeiðni, vinsamlega sendið aðstoð sem fyrst.

Upplýsinar um tækið (sjá einnig www.findmespot.com)

Tækið sendir frá sér fjögur mismunandi skilaboð:

1. Neyðarboð - með því að ýta á 911 hnappinn fara skilaboð um staðsetningu til Neyðarlínunar.

2. Vantar aðstoð - HELP hnappur

3. Allt í lagi - Ok hnappur

4. Samfeldar upplýsingar um staðsetningu.

Viðtakendur upplýsinga í HELP og OK hnöppunum eru skilgreindar af leigutökum. Boðin geta borist sem SMS og/eða tölvupóstur.

Til að tryggja að skilaboð frá tækinu skili sér eru 3 skeyti send af stað þegar OK hnappurinn er virkjaður og fyrsta skeytið sem kemst til höfðstöðva SPOT er sent til vina og fjölskyldu.  Einnig eru skeyti send með 5 minútna millibili í eina klukkustund þegar HELP hnappurinn er virkjaður, eða þangað til tækið er stoppað.

Samfeldar upplýsingar um staðsetningu eru sendar á 10-30mínútna fresti. Upplýsingarnar eru aðgengilegar á þjónustusíðu félagsins hjá SPOT, en fjölskylda og vinir geta fylgst með framgangi ferðalagsins á vefnum í gegnum GoogleEARTH.

 

 

Lánum GPS-loggera

MG-950d1Ferða og útivistarfélagið Slóðavinir á tvo GPS-loggera. AMG Aukaraf gaf félaginu tækin sem nýst hafa við söfnum gps gagna af vegslóðum.

Félagsfólk getur fengið þessi tæki lánuð.  Áhugasamir hafi samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Megin tilgangur með notkun gps-loggeranna er að safna GPS upplýsingum um vegslóðir.  Tækið er á stærð við eldspýtustokk en getur geymt allt að 120.000 punkta eða samtals 33klukkutíma.

  pdf-iconNánari upplýsingar