Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Skráningar, skoðun og breyting umferðarlaga

DSC0037320. janúar 2009 héldu Slóðavinir félagsfund í sambandi við skráningar- og skoðunarmál mótorhjóla og fengum við góða gesti frá Umferðarstofu og Samgönguráðuneyti.

Héldu þau Marta Jónsdóttir lögfræðingur og Kristófer A Kristófersson verkefnastjóri tæknimála frá Umferðastofu smá erindi og reyndu að skýra út tilgang Umferðarstofu gagnvart skráningum mótor- og fjórhjóla.

Karl Alvarsson skrifstofustjóri í Samgönguráðuneyti skýrði frá þeirra hlið varðandi þessi mál.

 

Read More Ásgeir Örn úr tækninefnd Slóðavina hélt svo skemmtilegan pistil og skaut nokkuð hart á þau og krafðist svara við ansi mörgum spurningum sem þau reyndu að svara eftir bestu vitund þó svo að sumar þeirra hafi vafist fyrir þeim.

 

DSC00372Húsfyllir var og taldist okkur að um 70 manns hafi komið og því greinilegt að þetta mál brennur á mönnum enda reglugerða- og lagabókstafurinn flókin og illskiljanlegur í þessu sambandi og vísaði t.d. Marta á hvernig umferða- og náttúruverndarlög vísa á móti hverju hvor öðru.

Það er greinilegt að tengsl okkar við ES og ýmiskonar lög sem koma frá reglugerðabákninu í Evrópu er að skemma fyrir okkur og greinilegt að það er nauðsynlegt að setja .

Eftir framsögu þeirra fjögura bauðst áhorfendum að spyrja þau og spunnust nokkuð fjörugar umræður út frá því.

Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir að gefa sér tíma til að koma til okkar í eigin frítíma og fara aðeins yfir þessi mál með okkur og eins og alltaf þá vöknuðu margar spurningar í stað þeirra sem var svarað og greinilegt að það er mikil vinna framundan að koma skikki á þessi skráningar mál mótorhjóla.

 

Hér er erindi Ásgeirs Arnar Rúnarssonar pdf-icon