Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Allar fréttir

Dakar 2016, dagur 14. Næstsíðasti og sá lengsti.

Leiðin í dag sem er sú lengsta í rallinu þetta árið og það á næstsíðasta degi Dakar 2016 liggur frá San Juan til Villa Carlos Paz, er hún 931km í heildina og af því eru 481km á sérleið. Liggur leiðin í hálfgerðu fjalllendi og eru sumar leiðarnar ansi þröngar.

Nýliðinn Antoine Meo(KTM) fór fyrstur af stað og það er töluvert álag að vera fyrstur, sérstaklega þegar maður er nýr í þessu en hann hefur verið á góðri siglingu allt rallið. Það var nú samt greinilegt að í dag var hann að hjóla fyrir liðið, stoppaði hann og beið eftir Toby Price(KTM), hjóluðu þeir svo samhliða en með þessu hleypti honum frammúr. Það verður að segjast eins og er að þetta er alltaf frekar sorglegt að sjá, en þarna spila peningar og markaðalögmál klárlega ferðinni. 

En heppnin var ekki með Antoine Meo(KTM) i allan dag, hann féll þegar rúmir 40km voru eftir í dag og meiddist greinilega á hendi, kláraði hann samt leiðina en tapaði hann um 38mín á þessu, svekkjandi ef hann nær ekki að klára síðasta daginn sem er nú oft ekki mjög strembin.

D14 HelderKeppnin í dag fór af stað með látum, það var gríðarleg barátta um að komast á sigurpall, Pablo Quintanilla(Husqvarna), Helder Rodrigues(Yamaha) og Kevin Benavides(Honda) slógust hart í dag um 3 sætið. Munaði stundum ekki nema einhverjum sek á milli þeirra en svo náði Helder Rodrigues(Yamaha) að stinga aðra af og kom rúmum 4 mín á undan næsta manni.

Þessi næstsíðasti dagur getur skipt sköpum því oft hefur síðasti dagurinn verið stuttur og auðveldur og breytist staðan oft lítið á honum.

Helder Rodrigues(Yamaha) sigurvegari dagsins sagði þetta "fyrir mig var þetta stórkostlegur dagur, ég barðist og gerði eins og ég gat. Mér hefur gengið betur þessa seinni viku enda var ég veikur og slappur fyrri vikuna. Í byrjun þessara viku fór ég úr axlalið en er góður núna, eins og ég sagði, ég átti frábæran dag og þegar ég fór framúr Toby Price(KTM) og Antoine Meo(KTM) þá gaf það mér auka kraft. Allt gekk upp í dag bæði fyrir mig og fyrir Yamaha, náði ég mér með þessu uppí 5 sætið yfir heildina."

 

Eftir að hafa skilað sér í mark sagði Antoine Meo(KTM) þetta "það er ein leið eftir ekki satt? mig dreymdi þetta ekki, ég mundi ekki neitt nema hljóðin í Iristrack búnaðinum sem var að reyna vekja mig eftir fallið. Ég veit að ég var að leita að leiðarpunkti, ég tapaði tíma og ég var að hjóla með Toby ekki satt? þetta var rosaleg detta, mig verkjar allsstaðar, hendina, hálsinn, hausinn, já allstaðar nema rassinn."

 

Staðan eftir dag 14 í mótorhjólaflokki er:

1. Toby Price(KTM)     46:13:26

2. Štefan Svitko (KTM)     +37:39mín

3. Pablo Quintanilla(Husqvarna)     +53:10mín

 

D14 PatrolnelliMarcos Patrolnelli(Yamaha) byrjaði með látum í morgun og var ekki að hjóla til að hlífa hjólinu. Æddi hann af stað og var langfyrstur á fyrsta tímatökusvæði en á eftir honum komu þeir Jeremias Gonzales(Yamaha) og Sergei Karyakin(Yamaha). Skiptust þeir á að ná besta tíma milli tímatökusvæða en það fór svo að Marcos Patrolnelli(Yamaha) vann sérleiðina og jók forskot sitt yfir heildina meðan bróðir hans tók því frekar rólega í dag og kom 5 í mark rúmum 4mín á eftir honum.

En þar sem þeir bræður eru með svo yfirgnæfandi forustu þá breytti þetta engu með það.

 

 

Staðan eftir dag 14 í fjórhjólaflokki er:

1. Marcos Patrolnelli(Yamaha)     56:24:46

2. Alejandri Patrolnelli(Yahama)     +4:23min

3. Sergei Karyakin(Yamaha)     +1:52:07klst

 

Halldór Sveinsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Dakar 2016, dagur 13 en á ný stytt sérleið.

D13 MeoLeið dagsins lá frá La Rioja til San Juan. Heildarleiðin var 712km en af því voru 431km á sérleið og leiðin er erfið. Sandur í öllum útgáfum, laus, þungur, púður sem keppendur kalla fesh-fesh og er skelfilegt að lenda í. En inná milli verða hraðir kaflar, grjót og skorningar. Flott leið sem reynir mikið á.

En startinu í morgun var frestað þar sem þyrlur keppninar voru svo uppteknar í gær við aðstoð við keppendur ofl að þær náðu ekki fyrir myrkur til La Rioja og urðu þvi að bíða birtingar, keppni er aldrei sett í gang nema þyrlurnar geti flogið af öryggisástæðum.

 

91 mótorhjól áttu að fara af stað en 87 fóru af stað í dag því einhverjir voru ekki klárir með hjólin eða treystu sér ekki af stað, 85 kláruðu daginn. Gengi keppenda er misjafnt, meðan nýliðinn Antoine Meo(KTM) er í góðum gír, var í 4 sæti yfir heildina í morgun þá er reynsluboltinn Paulo Goncalves(Honda) sem er að keppa í sínu 16 Dakarralli líklega að upplifa eitt af sínum verstu. Hann átti vissulega góðan dag í gær, kom 4 í mark en eins og það hafi ekki verið nóg að hann hafi lent í veseni með hjólið í fyrradag þegar hann gataði vatnskassann á því þá fékk hann 15mín refsingu fyrir að vera of lengi inná tímatökusvæði 2 að reyna gera við það. Reglur segja að þú megir bara vera í 15mín inná tímatökusvæði en hann stoppaði þar í rúman klukkutíma. Má því segja að vonir hans með að komast á pall þetta árið séu nánast orðnar að engu.

 

Antoine Meo(KTM) kom fyrstur í mark í dag en forustumaður rallsins Toby Price(KTM) kom reyndar bara 18sek á eftir honum og jók forskot sitt yfir heildina, er núna rúmar 35mín í næsta mann sem er Stefan Svitko(KTM).

Sagði Antoine Meo(KTM) þetta eftir daginn "þetta er ótrúlegt, þetta var erfið leið að rata. Ég kom að Paulo Goncalves(Honda) þar sem hann hafði dottið og var verið að flytja hann inní sjúkraþyrlu. Ég gerði smá mistök og datt en allt slapp vel, svo fór leiðin að verða vandrataðri en það gekk vel hjá mér. Ég var líka heppinn og ég er mjög sáttur við a vinna þennan dag. Í kvöld þarf að fara vel yfir hjólið fyrir lokasprettinn."

 

En Paulo Goncalves(Honda)datt úr keppni í dag, var hann búin að eiga mjög slæman dag, villast og tapaði miklum tíma, var komið að honum þar sem hann hafi dottið illa og var meðvitundarlaus þegar komið var að honum, var hann fluttur til læknis með þyrlu. Það er mikil eftirsjá í honum.

 

En á ný var sérleiðin stytt, var ákveðið að miða við tíma á tímatökusvæði 2 sem er á miðri sérleiðinni, þó nokkrir keppendur voru farnir þar í gegn þegar tilkynning var gefin út, var þetta gert vegna mikils hita en hann var komin vel yfir 40 gráður, er hætt við því að þetta falli í slæman jarðveg hjá mörgum keppendum.

 

Staðan eftir dag 13 í mótorhjólaflokki er:

1. Toby Price(KTM)     40:08:30

2. Štefan Svitko (KTM)   +35:23mín

3. Antoine Meo(KTM)     +43:46mín

 

D13 PatrolnelliÞað eru ekki miklar breytingar í fjórhjólaflokki, var þessi dagur nánast afrit af gærdeginum, Brian Baragwanath(Yamaha) var á fljúgandi ferð í dag, þegar hann kom á tímatökusvæði 1 var hann komin með 4mín forskot á Alejandro Patronelli(Yamaha) og meira en 9mín í Marcos Patronelli(Yamaha) en þar sem sérleiðin var stytt og tímar miðaðir við tímatökusvæði 2 þá kláraði Brian Baragwanath(Yamaha) í öðru sæti í dag.

 

Staðan eftir dag 13 í fjórhjólaflokki er:

1. Marcos Patrolnelli(Yamaha)     49:36:00

2. Alejandri Patrolnelli(Yahama)     +8sek

3. Jeremías González Ferioli(Yamaha)     +1:41:15klst

 

Halldór Sveinsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Góður afmælisfundur.

DSC 0065Það var vel sóttur og skemmtilegur afmælisfundurinn hjá okkur í gær.

Byrjaði Halldór formaður að renna létt yfir dagskrá fundarins og svo afhenti Ásgeir Örn umsjónarmaður síðustu ljósmyndasamkeppni honum Sigurjóni Andréssyni verðlaun en hann var ekki viðstaddur sjálfa keppnina.

 

Eftir það kynnti Sigurjón drög að nýja bæklingnum og spunnust smá umræður um hann, myndir og efnistök, svo nú er hægt að klára hann.

Fór Halldór svo yfir dagskrá ársins 2016 og verður bara að viðurkennast að hún er þétt og mikil og alltaf gaman að sjá metnað félagsmanna í að halda útí góðri dagskrá, flott ár framundan.

 

Eftir að fundargestir höfðu gætt sér á afmæliskökum ofl bauð Kristján Már uppá stórskemmtilegar myndasýningar, sú fyrri frá ferð í miklum púðursnjó á Skjaldbreið og var gaman að sjá hvað hægt er að komast á fjórhjólum þegar þau eru komin á belti. Má sjá þessar myndir hér

Seinni myndasýningin var frá blautri haustferð Slóðavina, virkilega skemmtilegt.

 

Kristbjörn "dekkjakrissi" kom með 2 dekk þar sem hann var að sýna okkur frá nýjum/gömlum möguleika á að negla dekk, þ.e.a.s nagla sem henta okkur kannski betur en þessi þekktu Trellar, einnig sýndi Halldór fundarmönnum endurskinsmerki sem hann lét útbúa með logo félagssins og svo Íslandsmerki sem hægt er að strauja á fatnað, virkilega flott merki sem við hvetjum félagsmenn til að fá sér.

Ef félagsmenn hafa áhuga á að skoða þetta betur hvort sem það eru þessir naglar eða endurskinsmerkinn geta þeir verið í sambandi við Halldór formann í síma 8964965 eða með tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

DSC 0067 DSC 0069DSC 0062 DSC 0072 DSC06849 DSC06850

Dakar 2016, dagur 12 keppendur kvarta.

D12 Laia SanzÞað voru ekki allir keppendur sáttir við þessa styttingu á leiðinni í gær, þar á meðan hin spænska Laia Sanz(KTM) en henni var virkilega farið að hlakka til að takast á við fyrsta svona "alvöru erfiðan dag" eins og hún kallaði það. Lét vaða yfir keppnisstjórn og sagði meðal annars "þegar ég kom að tímatökusvæði 2 var ég neydd til að stoppa og ekki hleypt áfram. Var sagt að dagurinn yrði styttur vegna þess að þetta væri of erfitt vegna hitans. Ég meina Dakar á að vera erfitt og það er bara aumingjaskapur að um leið og eitthvað verður erfitt þá er leiðum bara sleppt. Ég er mjög pirruð yfir þessu og þetta truflar stöðu mína, ég sá fyrir mér að ég næði kannski að vinna mig aðeins upp í þessum stóru sandöldum þar sem ég var í stuði og gekk vel. það voru margir í erfiðleikum og jók það mínar vonir um að komast hærra. Ef það klára bara t.d 50 hjól þá er það bara þannig, það á ekki að lækka erfiðleikastuðulinn til þess að fleiri klári"

 

En í dag þá var semsé seinni dagur af seinna maraþoninu. var hjólað frá Belen til La Roija, var ferjuleiðin 283km og sérleiðn 278km. Ekki nóg með að þetta teldist til erfiðustu daga Dakars þá var einnig öðruvísi start en venjulega, voru ræstir þeir 10 hröðustu einu í stað eins svo það var slegist hart frá 1 meter. En eins og svo oft áður þá var vesen á veðrinu, startinu var frestað vegna þrumuveðurs.

Toby Price(KTM) var á fljúgandi ferð til að byrja með en um miðbik sérleiðarinnar var baráttan rafmögnuð milli hans, Kevin Benavides (Honda) og Štefan Svitko (KTM).  Paulo Gonçalves (Honda) villtist á leið að tímasvæði 1 og tafði það hann um nokkrar mín, honum tókst ásamt liðsfélögum sínum að laga hjólið og núna verður hann að sækja hart ef hann ætlar að eiga einhvern möguleika á toppsæti. Eftir frábæran akstur var hann 3 á tímatökusvæði 2 og átti 4 besta tíma dagsins.

Fór það svo að Štefan Svitko (KTM) sigraði leið dagsins með næstum 3mín mun á næsta mann sem var Kevin Benavides (Honda) og varð Toby Price(KTM) að sætta sig við 3sæti í dag en það dugir honum samt til að halda forusta enda 23mín rúmar í næsta mann en það eru nokkrir erfiðir dagar eftir svo þetta getur allt breyst.

 

Sagði Toby Price(KTM) þetta eftir daginn "þetta var lykilleið, ég tók því frekar rólega þar sem mér fannst hjólið ekki vera eins og það átti að vera eftir hitann í gær. Einbeitti ég mér því betur að því að villast ekki. Það var hörkubarátta í dag þegar þeir Stefan og Kevin komu upp að mér en ég get ekki kvartað, þetta var skemmtileg leið og ég get leyft mér að hjóla varlega og draga örlítið úr hraðanum. En það er ekkert öruggt í þessu ennþá, allt getur gerst en ég er vongóður."

Kevin Benavides (Honda) sagði eftir daginn "þetta var góð leið í dag, ég datt reyndar einu sinni en það var ekkert alvarlegt. Auðvitað var leiðin erfið en samt skemmtileg. Reyndi mikið á rötun og mikið um að landið væri skorið eftir vatnið og soldið um aurbleytu. Sandöldurnar voru því frekar blautar og lausar í sér í lok dags. En heilt yfir þá er ég mjög sáttur, það styttis í lokin og ég verð að halda fókus og gæta mín.

Pablo Quintanilla(Husqvarna) sagði þetta eftir daginn "þetta var ekki góður dagur, ég var á fullu að reyna vinna mig upp listann en þegar ég kom á bensínáfyllingarsvæði sá ég að afturdekkið hjá mér var skemmt. Ég reyndi að laga það eins og hægt var en ég varð að gæta mín að eyðileggja það ekki svo ég varð að halda ró minni og ekki ofgera því svo ég yrði ekki stopp. Svona er aðstæður eru skelfilegar, að geta ekki beitt sér á fullu og vita að maður er að tapa tíma en það eru nokkrir dagar eftir svo ég min berjast á fullu áfram."

 

En það hefur aldeilis saxast á fjölda keppenda en í morgun fóru 97 mótorhjól og 32 fjórhjól af stað, hafa því 39 mótorhjól og 13 fjórhjól dottið út en það eru 2 konur í hvorum flokki og þær eru báðar inni ennþá, Laia Sanz(KTM) í 14 sæti, Rosa Romero Font(KTM) í því 75 í mótorhjólaflokki og svo þær Camelia Liparoti(Yamaha) og Covadonga Fernandes(Can-Am). Flott hjá þeim. 

 

Staðan eftir dag 12 í mótorhjólaflokki er:

1. Toby Price(KTM)     34:49:04

2. Štefan Svitko (KTM)   +23:12min

3. Pablo Quintanilla(Husqvarna)     +42:49mín

 

8. Paulo Gonçalves (Honda)     +1:14:45klst

 

D12 Jeremías González Ferioli En það er einnig barist í fjórhjólaflokki, þ.e.a.s á eftir þeim Patrolnelli bræðrum sem einoka efstu 2 sætin. Hraðastur í dag á öllum tímatökusvæðum var Brian Baragwanath(Yamaha), var hann reyndar ekki nema 29sek á undan næsta manni en samt, alltaf flott rós að eiga sérleiðarsigur. Þeir Patrolnelli sögðu í gær að þeir ætluðu að hjóla "varnartaktík" en það var sossum ekki að sjá í dag miðað við hraðann, voru þessir 3 í sérflokki í dag og er munur í næstu menn að aukast. En maðurinn í 3 sæti yfir heildina Jeremías González Ferioli(Yamaha) sem er ekki nema tvítugur en er samt að keppa í sínu 3 Dakar er að standa sig vel og reyndar alltaf gert það. Tók fyrst þátt í Dakar 2016 og endaði þá í 6 sæti og svo í fyrra kláraði hann í 2 sæti, frábær árangur hjá þessum unga manni og verður gaman að fylgjast með honum áfram.

 

Staðan eftir dag 12 í fjórhjólaflokki er:

1. Marcos Patrolnelli(Yamaha)     43:14:19

2. Alejandri Patrolnelli(Yahama)     +1:34min

3. Jeremías González Ferioli(Yamaha)     +1:34:43klst

 

Halldór Sveinsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Dakar 2016, dagur 11 seinna maraþonið byrjað

D11 motorhjolÍ dag hófst fyrri dagur af seinna maraþoninu, lá leið dagsins í hring frá Belen til Belen svipað og í fyrra maraþoninu. Ferjuleiðin átti að vera 151km og sérleiðin 285km. Leiðin var um eyðimörkina og hefði skilið milli þeirra sem eru betur hitaþolnir en aðrir þar sem einbeiting getur skipt sköpum í sandinum.

En eins og svo oft áður þá breyti veðrið deginum, að þessu sinni var það ekki rigning heldur hitinn sem stytti daginn. Þegar hitinn var komin vel yfir 40 gráður ákvað keppnisstjórn að stoppa keppnina við tímatökuhlið 2 en það var staðsett á miðri sérleiðinni, var keppendum þá vísað á ferjuleið til baka.

Þetta hefur örugglega komið sér vel fyrir einhverja og vissulega sparar það keppnistækin.

 

Það gekk á ýmsu hjá keppendum og áttu keppendur margir í miklum erfiðleikum vegna hitans en Toby Price(KTM) átti góðan dag fram að stoppi, var hann komin með rúmlega 12 mín forskot á næsta mann en það sama var ekki hægt að segja um helsta keppinaut hans Paulo Goncalves(Honda).

Var hann rétt um 3mín á eftir Toby á tímatökusvæði 1 en skömmu síðar féll hann  og þó hann hafi sloppið þá gerði hjólið það ekki, trjágrein stakkst inní vatnkassann og skemmdi, varð hann því að hægja á ferðinni og bæta stöðugt á hjólið en það dugði ekki og stoppaði mótorinn, var hann því dregin af liðsfélaga sínum í mark og var strax farið í að skipta um mótor í hjólinu, ekki er alveg vitað hvaða liðsfélagi hann þarf að fórna sér en svona er Dakar, topparnir geta gengið í hjól liðsfélagana enda eru þeir með til stuðnings. Kom hann samt ekki seinna en 13 í mark en samt rúmum 30mín eftir fyrsta manni en það er óneitanlega að hjálpa honum að keppnin væri stöðvuð því annars hefði hann tapað miklu meiri tíma.

 

Eftir daginn sagði Toby Price(KTM) þetta "mér fannst dagurinn í dag góður, gekk vel að rata. Reyndar þegar ég var búin með ca.100km þá villtist ég pínulítið en fann fljótt leiðarpunkt og komst þá á rétta leið svo þetta tafði mig lítið. En að öðru leyti er ég sáttur, hefi viljað klára leiðina en það er reyndar ansi heitt svo það var okkur fyrir bestu að leiðin var stytt."

 

Staðan eftir dag 11 í mótorhjólaflokki er:

1. Toby Price(KTM)     30:55:54

2. Stefan Svitko(KTM)     +28:59mín

3. Paulo Goncalves(Honda)     +34:01mín

 

D11 motorhjolÍ fjórhjólaflokki skaust óvænt landi þeirra Patrolnelli bræðra, Pablo Copetti(Yamaha) uppfyrir þá með fantagóðum akstri, kom reyndar ekki nema 54sek á undan en engu að síður alltaf gaman að vinna sérleið í Dakar.

En þetta breytir ekki stöðunni á toppnum þar sem þeir bræður sitja fast og það talsvert á undan öðrum.

 

Staðan á degi 11 í fjórhjólaflokki er:

1. Marcos Patrolnelli(Yamaha)     38:29:22

2. Alejandri Patrolnelli(Yahama)     +44sek

3. Alexis Hernandez(Yamaha)     +44:12mín

 

Halldór Sveinsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.