Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Allar fréttir

Dakar 2015: dagur 13 nýliðinn sigrar daginn

Tobyprize-D13

Leið þessa næstsíðasta dags Dakar þetta árið liggur frá Termas Rio Hondo til Rosario og er mjög löng, heilir 1024km en þar af er sérleiðin ekki nema 298km svo ferjuleiðarnar eru langar í dag, þægilegt en ekki eins skemmtilegt. Sérleiðin er nokkuð klassíks, byrjar í grýttum jarðveg sem skiptist yfir í leirkenndan og moldugan, kannski sleipan eða rykugan og svo endar hún í grjótinu aftur.

Toby Prize(KTM), hann ætlaði sér að safna reynslu í sínu fyrsta Dakar ralli og er búin að vera hraður og einbeittur frá byrjun, það skilaði sér í dag á næstsíðasta degi rallsins þar sem hann kom í mark fyrstur tæpum 2mín á undan ekki minni manni en Joan Barreda Bort(Honda) og er komin í góða stöðu í 3 sæti yfir heildina. Það verður að segjast að nýliðinn er að standa sig ótrúlega vel, hefur klárað 7 daga meðal topp 5 og í dag hafði hann ótrúlegan kraft, hann var þriðji af stað í dag og náði forustu strax og hélt henni til loka, ekki slæmur árangur í sinni fyrstu keppni og þá sérstaklega þegar svona langt er liðið á keppnina.

Þegar úrslit dagsins lágu fyrir hafði Toby Prize(KTM) þetta að segja "þetta er mín fyrsta tilraun við Dakar en eins og við vorum að ræða, það er einn dagur eftir svo þetta er ekki búið. Allt getur gerst en núna er ég mjög glaður og sáttur. Ég safna reynslu og nýt augnabliksins. Það er margt búið að gerast, átt góðar og slæmar stundir, mistök verið gerð sem við lærum af og nú er stefnan á að klára í heilu lagi. Ég vissi að þetta yrði erfitt en góður undirbúningur skiptir máli og er að skila sér, við komum enn betur undirbúin á næsta ári en eins og ég segji, núna er að njóta stöðunar og vera bjartsýn".

Reynsluboltinn og forustumaður rallsins Marc Coma(KTM) kom sjötti í mark í dag, rúmum 6mín á eftir fyrsta manni en hann veit að þetta hefst allt með þrautsegju og en hann er með rúmlega 17mín forskot á næsta mann.

Sagði hann eftir daginn "þetta voru ekki auðveldir 300km í dag, nú gildir að gæta sín vel, gera engin mistök , detta og auðvitað ekki koma síðastur í mark. Að finna jafnvægið þarna á milli er ekki auðvelt en ég er ánægður, við í liðinu erum ánægðir. Mér fannst dekkin vera slitna mikið fyrir sérleiðina svo ég gæti mín vel. En dagurinn gekk vel og við erum mjög sáttir við hann. Núna er bara einn dagur eftir og maður má ekki missa einbeitingu vegna þess, ungu mennirnir eru farnir að pressa vel en nú gildir að nýta sé reynsluna og ég á einhverja auka orku sem ég geymi fyrir lokin. Við notum allt árið til þess að koma vel undirbúnir hingað og í góðu formi svo núna er tíminn til að sýna það".

Fyrstu sex í mótorhjólaflokki á degi 13 eru:

1. Toby Price(KTM) 3:19:04

2. Joan Barreda Bort(Honda) +1:55mín

3. Paulo Goncalves(Honda) +3:02mín

4. Ivan Jakes(KTM) +3:08mín

5. Stefan Svitko(KTM) +5:01mín

6. Marc Coma(KTM) +6:25mín

Heildarstaðan í mótorhjólaflokki á degi 13 er´:

1. Marc Coma(KTM) 45:08:32

2. Paulo Goncalves(Honda) +17:49mín(+16mín refsing)

3. Toby Price(KTM) +25:18mín

4. Pablo Quintanilla(KTM) +36:57mín

5. Stefan Svitko(KTM) +46:43mín

6. Ruben Faria(KTM) +1:50:39klst(+40mín refsing)

Það er heilmikil barátta í fjórhjólaflokki en það var Christophe Decler(Yamaha) sem fór fyrstur af stað eftir að hafa náð sínum fyrsta sérleiðasigri í gær. Kom hann fyrstur í gegnum 1 tímatökuhlið rúmum 3mín á undan næsta manni. Var nokkuð ljóst að hann vildi gera betur og var hann orðin næstum 6mín á undan næsta manni í 2 tímatökuhliði. Endaði hann daginn sem sigurvegari annan daginn í röð rúmum 7mín á undan næsta manni og rúmum 10mín á undan forustumanni rallsins Rafal Sonik(Yamaha) en hann er með næstum 3ja klukkutíma forskot á næsta mann í heildina.

Sagði Rafal Sonik(Yamaha) þetta í dag "þetta var strembin dagur, það reyndi mikið á þolinmæðina þar sem það var erfitt að taka framúr vegna mikils ryks og hættulegt að sjá ekki mikið framfyrir sig, núna þarf að hafa gætur á sér þar sem það styttist í lokin. Við vorum í vandræðum í gærkvöldi með bensínlagnir og kranann en enduðum á að skipta bara um það. Í morgun var smá vesen líka en það slapp allt saman. Ég er mjög sáttur við stöðuna en þu veist hvað sagt er, þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið".

Fyrstu 3 í fjórhjólaflokki á degi 13 eru:

1. Christophe Decler(Yamaha) 3:47:15

2. Nelson Augusto Sanabria Galeano(Yamaha) +7:09mín

3. Walter Nosiglia(Honda) +9:31mín

Heildarstaðan í fjórhjólaflokki eftir dag 13 er:

1. Rafal Sonik(Yamaha) 56:05:18(+15mín refsing)

2. Jeremias Gonzales Ferioli(Yamaha) +2:52:17klst

3. Walter Nosiglia(Honda) +3:41:29klst(+20mín refsing)

Dakar kveðjur

Dóri Sveins

Dakar 2015: dagur 12 seinni dagur maraþons

joanbarredabort-D12

Leið þessa seinni maraþonsdags lá frá Salta til Termas Rio Hondo, 357km sérleið en 523km í heildina. Mesti hluti leiðarinnar er grófur jarðvegur og moldar/leirkenndur þess á milli. Meðalhæð leiðarinnar er um 2000m en hluti teygjir sig snöggt uppí 36800m hæð og fellur svo hratt niður í 1100m, svakaleg brekka sem það er.

82 mótorhjól áttu að fara af stað í morgun en þau voru 79 sem komust af stað og öll skiluðu sér í mark, óvenjulegt að ekkert skildi detta út en það duttu 8 út deginum á undan, þ.a.m Matthias Wankel(KTM).

Joan Barreda Bort(Honda) fór fyrstur af stað í morgun og var það strax ljóst að hann ætlar að sanna það fyrir fólki að hann sé sá hraðasti í Dakar og hefði átt að sigra en brösótt gengi í byrjun hafa rúið hann allri von um sigur í Dakar en ekki í dag, fanta góður akstur skilaði honum besta tímanum í dag. Paulo Goncalves(Honda) sýndi góðan akstur í dag og á tímabili var hann fyrstur en var svo ekki nógu hraður í lokin, að auki fékk hann refsingu fyrir að skipta um vél í hjólin, fékk hann vél hjá liðsfélaga sínum Joan Barreda Bort(Honda) sem á móti tók vélina hjá Jeremias Israel Esquerre sem komst svo ekki af stað í dag. Var honum því fórnað í dag.Annars var þessi maraþondagur frekar tilþrifalaus.

Marc Coma(KTM) sem kom 4 í mark í dag heldur ennþá forustunni í heildina en Paulo Goncalves(Honda) fylgir honum eins og skugginn en það munar samt ennþá rúmum 20mín og svo refsing að auki en þetta getur breyst fljótt.

Marc Coma(KTM) sagði í kvöld "okkur tókst að komast þetta, það eralltaf svolítið taugastrekkjandi að þurfa fara yfir hjólið sitt sjálfur og það án varahluta en það gekk vel og hjólið í fínu lagi. En það er erfiður dagur á morgun og svo líka hinn. Ég er ekki farin að hugsa til sigurs ennþá. Það eru ennþá nokkrir kílómetrar í mark og ég ætla að reyna spara mig".

Fyrstu sex í mótorhjólaflokki á degi 12 eru:

1. Ivan Jakes(KTM) 3:28:08

2. Ruben Faria(KTM) +8sek

3. Toby Price(KTM) +42sek

4. Marc Coma(KTM) +1:05mín

5. Pablo Quintanilla(KTM) +2:38mín

6. Helder Rodrigues(Honda) 3:50mín

Heildarstaðan í mótorhjólaflokki á degi 12 er:

1. Marc Coma(KTM) 41:43:03

2. Paulo Goncalves(Honda) +21:12mín(+16mín refsing)

3. Toby Price(KTM) +31:43mín

4. Pablo Quintanilla(KTM) 33:15mín

5. Stefan Svitko(KTM) +48:07mín

6. Ruben Farie(KTM) +1:40:43klst(+40mín refsing

Fyrstu 3 í fjórhjólaflokki á degi 12 eru:

1. Christophe Decler(Yamaha) 3:56:39

2. Nelson Augusto Sanabria Galeano(Yamaha) +6:35mín

3. Walter Nosiglia(Honda) +6:50mín

Heildarstaðan í fjórhjólaflokki eftir dag 12 er:

1. Rafal Sonik(Yamaha) 52:07:58

2. Jeremias Gonzales Ferioli(Yamaha) +2:50:01

3. Walter Nosiglia(Honda) +3:42:03klst

Dakar kveðjur

Dóri Sveins

Dakar 2015: dagur 11 fyrri dagur í seinna maraþoni

Joanbarredabort-D11

Leið dagsins lá frá Calama til Salta og var ansi löng, heilir 891km og þar af sérleið uppá 371km. Undirlag dagsins er moldar/leirkennt að mestu en að sjálfsögðu fá þeir smá skammt af grjóti og grófleik en samt ekki of mikið, stór hluti sérleiðarinnar er um hásléttuna Salinas Grandes en hún er í um 3600m hæð yfir sjávarmáli og ef það væri nú ekki nóg þá liggur hluti leiðar dagsins uppí fjöllin og þar í um 4500m hæð, þar gætu einhverjir keppendur lent í veseni með hjólin og einnig sjálfan sig vegna þunns lofts í þessari hæð. Dagurinn í dag er fyrri dagur í seinna maraþonhlutanum þetta árið.

 

91 mótorhjól átti að fara af stað en ekki nema 84 hjól fóru af stað, 82 höfðu skilað sér þegar þetta er ritað.

 

Joan Barreda Bort(Honda) þurfti nauðsynlega sigur til þess að jafna sig á slæmu gengi síðustu daga svona til að rífa upp móralinn sinn. Sýndi hann það í dag að hann er hörku hjólari og hlaut hann smá uppreisnar æru í dag með því að sigra 3 dagleið Dakars 2015 þó ekki væri það með miklum mun. Kom hann tæpum 2mín á undan sínum helsta andstæðingi Marc Coma(KTM) eða ætti maður að segja sínum fyrrum helsta andstæðing þar sem hann hefur dottið ansi langt niður heildarlistann, með sigri í dag náði hann sér uppí 15 sæti en hann er 4:37:12klst(+1:35:00klst refsing) á eftir fyrsta manni.

 

Sagði Joan Barreda Bort((Honda) hann í dag “Ég átti gott start í morgun og allt gekk mjög vel. Þetta var frekar auðvelt, lítil hætta á að villast, leiðin var frekar augljós. Það er sorglegt að hugsa til þess hvað gerðist þarna í saltvatninu. Ég var þá í forustu og það erfiðasta átti að vera að baki en allt getur gerst í Dakar”.

 

Forustumaðurinn í Dakar Marc Coma(KTM) sagði þetta í kvöld “hver leið hefur sín einkenni og sína erfiðleika. Í dag það það þessi mikla hæð og jú kuldinn, það var undir frostmarki á tímabili og það dregur heilmikið úr orkunni. Leiðin sem slík var frekar auðveld og þægileg, gekk á með skúrum og tilheyrandi drullu en ekkert til að hafa áhyggjur af”.

 

Fyrstu sex í mótorhjólaflokki á degi 11 eru:

 

1. Joan Barreda Bort((Honda) 4:07:11

 

2. Marc Coma(KTM) +1:39mín

 

3. Ruben Faria(KTM) +1:57mín

 

4. Toby Price(KTM) +2:14mín

 

5. Paulo Goncalves(Honda) +

 

6. Stefan Svitko(KTM) +6:22mín

 

Heildarstaðan í mótorhjólaflokki á degi 11 er:

 

1. Marc Coma(KTM) 38:13:50

 

2. Paulo Goncalves(Honda) +7:35mín

 

3. Pablo Quintanilla(KTM) +31:42mín

 

4. Toby Price(KTM) +32:06mín

 

5. Stefan Svitko(KTM) +45:19mín

 

6. David Casteu(KTM) 1:41:14klst

 

 

 

21 fjórhjól áttu að fara í morgun og fóru 21 en tvö höfðu ekki skilað sér þegar þetta er ritað.

 

Victor Manuel Gallegos Lozic(Honda) var fyrstur af stað í morgun en gekk verr en í gær, skilaði sér níundi heim í dag. Það var svo Nelson Augusto Sanabria Galeano(Yamaha) sem æddi framúr öllum og vann sinn annan dagssigur í þessu Dakar en hann er að keppa í sínu örðu Dakara.

 

Ignacio Casale(Yamaha) fór vel af stað í morgun en við fyrsta eldsneytisáfyllinfarstopp varð hann var við einhverja bilun í hjólinu og var stopp þar lengi og endaði með því að gefa rallið uppá bátinn þar sem hann kom því ekki í gang. Sjónarsviptir að missa hann úr framlínunni. En eins manns dauði er annars manns brauð eins og sagt er því þetta færir Rafal Sonik(Yamaha) nánast sigur í Dakar á silfurfatið þar sem hann er með næstum 3ja tíma forskot á næsta mann í heildina svo með yfirveguðum aksti það sem eftir er þá er góður möguleiki á sigri.

 

Sagði Rafal Sonik(Yamaha) við komuna í mark í dag “ég sá að hann var í einhverjum vandræðum keðjuna, hún var slitinn en veit ekki hvort það var eitthvað meira að, ekki gott að lenda í þessu á fyrri degi maraþons en það hvarflaði ekki að mér að hann myndi hætta. Ég afturá móti datt hálf illa þegar ég var búin með 199km, allt í einu var ég bara á flugi í loftinu. Ég þori varla að skoða fæturnar á mér. Mér líður illa í þeim en þeir eru þarna báðir og það í heilu lagi. Einnig er hjólið í fínu lagi. Í gær varð ég að hafa bensíntankinn nánast í fanginu þar sem festingar gáfu sig og svo varð ég að snúa hjólinu í leiðarbókinni með vinstri hendi, hægri hendin hélt við öryggi á rafalnum og það má eiginlega segja að ég hafi stýrt með tönnunum en ég komst í mark í gær og náði að laga hjólið fyrir daginn í dag”.

 

Fyrstu 3 í fjórhjólaflokki á degi 11 eru:

 

  1. Nelson Augusto Sanabria Galeano(Yamaha) 4:58:29
  2. Jeremias Gonzales Ferioli(Yamaha) +3:10mín
  3. Walter Nosiglia(Honda) +4:00mín

 

Heildarstaðan í fjórhjólaflokki eftir dag 11 er:

 

  1. Rafal Sonik(Yamaha) 48:02:07
  2. Jeremias Gonzales Ferioli(Yamaha) +2:51:39klst
  3. Walter Nosiglia(Honda) +3:44:25klst(+20mín refsing)

 

Dakar kveðjur

 

Dóri Sveins

 

Dakar 2015: dagur 10 sérleið 9

HelderRodrigues-D10

Leið dagsins var frá Iquique til Calama, byrjaði hún á 51km ferjuleið, svo tók við 450km sérleið og svo 37km ferjuleið í mark. Byrjaði hún á um 50km leið útúr Atacama eyðimörkinni yfir stórar sandöldur en svo varð hún erfiðari, þ.e.a.s ansi grýtt, þröng, hlykkjótt og urðu keppendur að gæta sín vel á djúpum skorningum og holum ásamt því að leiðin sem byrjaði í um 1000m hæð og endaði í um 3500m hæð yfir sjávarmáli.

Eftir erfiðan dag í gær þá voru það 96 hjól sem máttu fara af stað en þau voru ekki nema 93 sem komust af stað, 87 hjól voru búin að skila sér inn þegar þetta er ritað.

Pablo Quintanilla(KTM) sem sigraði í gær var fyrstur af stað í dag en hann náði alls ekki að halda sama dampi og í gær en var gærdagurinn styttur mikið sem breytti allri taktík hjá keppendum, en hann skilaði sér 7 í mark rúmum 23mín á eftir fyrsta manni eftir að hafa tapað miklum tíma á fyrsta legg leiðarinnar.

Það má eiginlega segja að Honda hafi verið með sýningu framan af degi sem var nú ekki staðan í gær. Töpuðu 3 af toppökumönnum Honda um 3 klukkutímum í gær en það var kraftur í þeim í dag, áttu þeir Jeremias Israel Esquerre(Honda), Helder Rodrigues(Honda), Paulo Goncalves(Honda) og Javier Pizzolito(Honda) 4 bestu tíma dagsins í 1 tímatökuhliði meðan Marc Coma(KTM) skilaðu sér 6 þar í gegn enda fór hann frekar varlega í dag.

Helder Rodrigues(Honda) hlaut uppreisnar æru í dag eftir skelfilegan gærdag og kom fyrstur í mark í dag og tók því sinn annan sérleiðarsigur þetta árið. Annar var liðsfélagi hans Paulo Goncalves(Honda) kom tæpum 4mín á eftir honum og styrkti þar með stöðu sína í 2 sæti yfir heildina.

Þegar kapparnir komu í mark sagði Helder Rodrigues(Honda) þetta "leiðin í dag var flott. Hún byrjaði á miklum sandi og ég hélt góðum hraða og gekk vel að rata. Við fyrsta bensínstopp sá ég að ég hafði náð góðum tíma og sá þá að ég átti góðan möguleika á sigri í dag. Ég sá að Paulo Goncalves(Honda) var að nálgast mig svo ég sló aðeins af til að drekkja honum ekki í ryki en svo fór hann framúr mér og villtist skömmu síðar, ég hélt því mínu striki og sigraði í dag. Gærdagurinn var erfiður og dagurinn í dag frábær og núna stefni ég bara á að klára. Leiðin var erfið í dag en samanborin við gærdaginn var þetta leikur einn".

Paulo Goncalves(Honda) sagði í kvöld "Það er bara sama hjá mér áfram, ég tek berst einn dag í einu. Leiðin í dag var virkilega erfið, aftur. Ég ákvað strax í morgun að gefa mig allan í þetta en um miðbik dagsins missti ég mig aðeins útúr leiðinni og tapaði einhverjum tíma á því en um leið og ég komst á rétta leið aftur gaf ég vel í og náði mér vel á strik, bætti stöðu mína frá því í gær og en í 2 sæti yfir heildina en það segir ekkert þar sem við eigum ennþá 4 daga eftir. En ég og HRC liðið munum berjast til enda og gera okkar besta".

Fyrstu sex í mótorhjólaflokki á degi 10 eru:

1. Helder Rodrigues(Honda) 5:06:14

2. Paulo Goncalves(Honda) +3:51mín

3. Marc Coma(KTM) +7:34mín

4. Javier Pizzolito(Honda) +20:07mín

5. Stefan Svitko(KTM) +21:40mín

6. Toby Price(KTM) +23:09mín

Heildarstaðan í mótorhjólaflokki á degi 10 er:

1. Marc Coma(KTM) 34:05:00

2. Paulo Goncalves(Honda) +5:28mín

3. Pablo Quintanilla(KTM) +26:52mín

4. Toby Price(KTM) +31:31mín

5. Stefan Svitko(KTM) +40:36mín

6. David Casteu(KTM) +1:31:26klst

22 fjórhjól áttu að fara í morgun en 1 datt út svo þau fóru 21 og öll skiluðu þau sér í mark.

Það var hin ungi argentínumaður Jeremias Gonzales Ferioli(Yamaha) sem fór fyrstur af stað en hann vissi vel að toppmennirnir myndu sækja grimmt á hann, forustumaðurinn Ignacio Casale(Yamaha) ætlaði sér að að halda henni áfram en Rafal Sonik(Yamaha) var ekki tilbúin að gefa eftir von um sigur og var hann með besta tíma í 1 tímatökuhliði og hélt hann forustu framan af degi en Victor Manuel Gallegos Lozic(Honda) sem er í sínu 2 Dakar keyrði grimmt seinni hluta dagsins og uppskar sigur.

Sagði hann eftir daginn "Þetta var skemmtileg leið með góðum hraða. Þetta er fyrsta leiðin sem ég lendi ekki í neinni bilun með hjólið og það skilaði mér í fyrsta sæti í dag. Á síðasta ári kláraði ég Dakar í 5 sæti og markmið mitt þetta árið er að bæta það. Fyrri hluti Dakars þetta árið hefur ekki verið skemmtilegt fyrir mig vegna bilana en dagurinn í dag var frábær. Það sem kætir mig líka er að ég er á litlu fjórhjóli, ekki nema 450cc meðan flestir keppinautar mínir eru á 700cc hjólum".

Fyrstu 3 í fjórhjólaflokki á degi 10 eru:

1. Victor Manuel Gallegos Lozic(Honda) 6:31:46

2. Rafal Sonik(Yamaha) +15:35mín

3. Sergio Lafuente(Yamaha) +25:29mín

Heildarstaðan í fjórhjólaflokki eftir dag 10:

1. Rafal Sonik(Yamaha) 42:58:24(+15mín refsing)

2. Ignacio Casale(Yamaha) +4mín(+20mín refsing)

3. Sergio Lafuente(Yamaha) +52:16mín

Dakar kveðjur

Dóri Sveins

Dakar 2015: dagur 9 seinni maraþondagurinn, slæmar aðstæður.

D9

Seinni maraþondagurinn var til baka svipaða leið og þeir komu í gær, þ.e.a.s frá Uyuni til Iquique nema að núna verður nánast öll vegalengdin hluti að sérleiðinni heilir 784km, byrjar reyndar á 24km ferjuleið og svo hefst alvaran en það átti ýmislegt eftir að breytast.

Það gekk á ýmsu í dag, startinu var frestað vegna slæmra aðstæðna á leiðinni en svo var þeim hleypt af stað og að þessu sinni í öfugri röð, þ.e.a.s fyrst fóru 20 síðustu og svo koll af kolli 20 í einu og að lokum 20 efstu menn. Skemmtileg tilbreyting fyrir neðstu menn en þetta hefur oftast verið gert á síðasta degi rallsins. 111 hjól gátu farið af stað í dag en 1 datt út svo þau voru 110 sem komust af stað en í lok dags voru ekki nema 80 búin að skila sér í mark og hefur þá mótorhjólum fækkað um helming og ennþá nokkrir dagar eftir.

Þó nokkur hluti af leiðinni í dag liggur yfir salteyðimörk en vegna rigninga síðustu daga þá er hún á floti og fór svo í dag að keppnin var stytt og lokið eftir 378km, þá var þó nokkrir keppendur stopp, ýmist vegna bilana þar sem brimsalt vatnið fór illa í hjólin, sérstaklega rafkerfið og einnig vegna þess að eyðimörkin var orðin svo sleip að hún líktist helst slípuðum ís og keppendur voru að detta. En svo var tekin 38km stutt sérleið í lokin.

Breytti þetta stöðunni heilmikið þar sem margir reynsluboltarnir fóru sér aðeins hægar. Fór svo að Pablo Quintanilla(KTM) var fyrstur í dag og nánast augnabliki seinna kom Juan Pedrero Garcia(Yamaha), spænska Honda stúlkan Laia Sanz Pla-Giribert er að standa sig frábærlega, kom hún fimmta í mark í dag. Marc Coma(KTM) kom inn níundi í dag og kom það honum í forustu yfir heildina en forustumaður rallsins Joan Barreda Bort(Honda) átti í miklum erfiðleikum í dag og endaði með því að liðsfélaginn hans Jeremias Israel Esquerre(Honda) varð að draga hann meirihluta leiðarinar í mark og eru draumar hans um að vinna Dakar 2015 úr sögunni, það sama má segja um félaga þeirra Helder Rodrigues(Honda) en þeir voru að koma í mark í sætum 74, 75 og 76.

Hinn ungi Matthias Walkner(KTM) átti ekki góðan dag og kom 54 í mark meðan hinn spútnik maðurinn Toby Price(KTM) kom þriðji í mark.

Pablo Quintanilla(KTM) sagði eftir daginn "þetta var mjög flókið allt saman. Í gær vorum við að vandræðast í vatni og drullu. Eftir stanslausa rigningu í nótt þá eru öll för full af vatni og einnig er salteyðimörkin á floti. Þetta vakti spurningar um öryggi keppenda og var startinu frestað til klukkan 8, svo fór öll hersingin af stað en margir áttu í erfiðleikum, þetta saltvatn er eitur í rafkerfið og dagurinn var mjög erfiður, að hanga á hjólinu við þessar aðstæður er erfitt, lofthæðin er ekki að hjálpa heldur. En ég er hamingjusamur með að vera komin til Chile. Ég fer yfir málið með viðgerðamanninum svo ég komist af stað á morgun".

Laia Sanz Pla-Giribert(Honda) var að vonum ánægð með daginn, sagði hún þetta "dagurinn í dag var virkilega erfiður. Í morgun voru nokkrir keppendur sem neituðu að fara af stað vegna þess að aðstæður væru hættulegar og einnig var kalt. En svo fór að þetta varð góður dagur fyrir mig. Ég var í þriðja sæti þegar við komum að sandöldunum en þá komu þeir Toby Price(KTM) og Pablo Quintanilla(KTM) og brunuð þeir framúr mér þar. En hvað um það, ég er mjög hamingjusöm með fimmta sætið".

Marc Coma(KTM) kom níundi í mark og sagði þetta "þetta var sérstaklega erfiður dagur, aðstæðurnar á saltvatninu voru skelfilegar. Þunna loftið, kuldinn, allt þetta gerði daginn erfiðan. Það er bara svoleiðis, þetta var bara þannig dagur, en hér erum við svo við sjáum til með framhaldið".

Fyrstu sex í mótorhjólaflokki á degi 9 eru:

1. Pablo Quintanilla(KTM) 2:56:19

2. Juan Pedrero Garcia(Yamaha) +11sek

3. Stefan Svitko(KTM) +12sek

4. Toby Price(KTM) +41sek

5. Laia Sanz Pla-Giribert(Honda) +2:26mín

6. Xavier De Soultrat(Yamaha) +6:36mín

Heildarstaðan í mótorhjólaflokki á degi 9 er:

1. Marc Coma(KTM) 28:51:12

2. Paulo Goncalves(Honda) +9:11mín

3. Pablo Quintanilla(KTM) +11:11mín

4. Toby Price(KTM) +15:56mín

5. Stefan Svitko(KTM) +26:30mín

6. Ruben Faria(KTM) +34:34mín

Það urðu einnig mikil afföll í fjórhjólaflokki í dag, 24 hjól áttu að fara að stað en 22 komust af stað, í lok dags voru það ekki nema 13 sem skiluðu sér í mark.

Ignacio Casale(Yamaha) fór af stað með miklum krafti enda á brattann að sækja fyrir hann og þá sérstaklega gagnvart Rafal Sonik(Yamaha), sýndi hann það strax að á tímatökusvæði 1 og 2 og var komin með gott forskot á hann en það var hinn 18 ára argentínumaður Jeremias Gonzales Ferioli(Yamaha) sem kom, sá og sigraði í dag, var hann með besta tímann í dag, kom hann næstum 8mín á undan sigurvegara síðasta árs. Hann er að keppa í sínu 2 Dakar, endaði í 6 sæti 2014 og verður bara að segjast að það er flottur árangur.

Ignacio Casale(Yamaha) sagði í dag"gærdagurinn var martröð, ég hef aldrei upplifað annað eins á fjórhjóli eða mótorhjóli, kuldinn, drullann, allt þetta vatn. Þetta var einstaklega erfitt og óþægilegt. Hjólið hjá mér var farið að hökta aðeins en mér tókst að laga það. Í morgun þá vaknaði ég aftur orðin spenntur en það var samt eins og engin vildi fara af stað. Það var kalt og blaut. Sandsléttan var á floti og startinu var frestað en svo fórum við af stað og ég komst fljótt í réttan gír. Mér leið vel og ég náði góðum tíma og vann mikin tíma til baka frá Rafal Sonik(Yamaha) og Sergio Lafuente(Yamaha) og það gleður mig, sérstaklega þar sem ég fór seint að sofa í gær. Þegar ég kom í mark í gær þá langaði mig helst bara að fara heim, annað stígvélið mitt var fullt af bensíni og þannig var það búið að vera í einhverja 40km og ég fékk húðbruna af því. En góða gengið í dag bætti þetta allt saman.

Fyrstu 3 í fjórhjólaflokki á degi 9 eru:

1. Jeremias Gonzales Ferioli(Yamaha) 3:43:45

2. Ignacio Casale(Yamaha) +7:54mín

3. Sergio Lafuente(Yamaha) +11:04mín

Heildarstaðan í fjórhjólaflokki eftir dag 9:

1. Ignacio Casale(Yamaha) 36:04:14(+15mín refsing)

2. Rafal Sonik(Yamaha) +6:49mín(+15mín refsing)

3. Sergio Lafuente(Yamaha) +49:11mín

Dakar kveðjur

Dóri Sveins