Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Allar fréttir

Skemmtilegt skyndihjálparnámskeið

WP 20150408 20 13 03 ProÞegar menn stunda ferðamennsku á mótorhjólum þá er það góð tilfinninga að kunna skyndihjálp þó svo að maður voni alltaf að það komi aldrei til þess að nota kunnáttuna.

Slóðavinir halda skyndihjálparnámskeið á hverju ári þar sem mesta áherslan er á það sem getur gerst í slysum tengdum okkar áhugamáli.

Segjum við oft við þessum að við mætum fyrir ferðafélagann. Að þessu sinni voru 18 sem mættu til að hlýða á hann Þórir en hann er sjúkrafluttningarmaður á Selfossi.

Námskeiðið sem var í um 2 tíma tókst vel og sýndu þáttakendur mikin áhuga á ýmsum hjálpartækjum sem væri gott að rötuðu í sjúkrapúða félagsmanna og prófuðu allir að vekja dúkkuna með blæstri og hnoði, kom það sumum á óvart hversu erfitt það er að hnoða og sagði Þórir okkur að þetta þreyti fljótt og menn verði að skiptast reglulega á ef þarf að hnoða lengi.

Virkilega gott námskeið og nauðsynlegt og er það klárt að við höldum þessu áfram. Þökkum við Þórir kærlega fyrir þetta.

WP 20150408 22 11 51 Pro WP 20150408 22 25 44 Pro

Fín mæting á kvikmyndakvöld Slóðavina

DreamracerÞann 11 mars síðastliðin var okkar árlega kvikmyndakvöld og var ágætismæting á það þó pláss hefði verið fyrir fleiri.

Að þessu sinni fylgdumst við með það sem margir myndi kalla draumóramann en hans draumur var að komast í Dakar keppnina frægu en hann átti alveg eftir að frjármagna ævintýrið og verður að segjast að framan af þá leit það ekki vel út.

Á leiðinni að draumnum kynntist hann frístundakvikmyndatökumanni sem tók að sér að mynda ævintýrið og var oft þunnt á því góða milli þeirra en við sem mættum í Bíó Paradís skemmtum okkur vel yfir þessu og hvetjum við þá sem ekki mættu að verða sér útum eintak og horfa á myndina því hún sýnir vel að það er hægt að gera hið ómögulega ef draumurinn er nógu sterkur.

Vel sótt þorrablótsferð

DSC04531aÞað var flott mæting í okkar árlegu þorrablótsferð, 25 kappar mættu í Þykkvabæ í flottu en ansi köldu veðri.

Dagurinn tók á móti okkur með flottu veðri en það beit soldið í kinn kuldinn en það hefur nú ekki stoppað okkur til þessa. Var lagt af stað úr bænum rúmlega 9:00 og á leiðinni voru nokkir með hugann við Heklusvæðið varðandi harðfenni en eftir að hafa fengið fréttir af miklu frosti(-17c með vindkælingu) var ákveðið að allur hópurinn færi í Þykkvabæinn.

Þegar menn höfðu klætt sig vel því kuldinn var um -10 gráður voru hjólaðir slóðar niður að fjörunni þar sem risastórt ísilagt vatn beið okkar, tóku menn vel á því á ísnum en vegna kuldan var svo haldið í Íþróttarhúsið þar sem við höfðum flotta aðstöðu, fengið sér nesti og nokkri vel heitir kaffibollar.

Endurnærðir var aftur haldið í fjöruna, ísinn mátaður í dágóða stund áfram svo haldið á slóðir Víkartinds sem strandaði þarna fyrir allnokkrum árum, leið dagurinn fljótt og þegar fór að blása aðeins héldu menn í hús þar sem framundan stóð til að blóta þorra.Hjörtur sá til þess að nægur matur væri fyrir alla og var þorramatnum gerð góð skil, svo tóku við allskyns boltaíþróttir, t.d körfubolti, fótbotli, pool og já badminton.

Samkvæmt venju voru flestir komnir í svefnpokana fyrir miðnætti þar sem bjartsýnustu menn vonuðustu til að það yrði hjólaveður á sunnudegi þó veðurfræðingar segðu annað, það kom í ljós að þeir höfðu rétt fyrir sér og biðu menn aðeins þar til lægði í smá stund og drifu sig heim eftir skemmtilega þorrablótsferð. DSC04512aDSC04525aDSC04530aDSC04582aDSC04597a

Afmælisfundur Slóðavinir 7 ára

formaðurinn dagskra15 janúar síðastliðin var haldið uppá 7 ára afmælið félagsins og var alveg prýðileg mæting.

Kynntur var nýr glæsilegur bæklingur fyrir árið 2015 sem Sigurjón Andrésson sá um að mestu leyti, þökkum við honum mikið fyrir.

Halldór Sveinsson formaður fór yfir dagskrána, eru 23 viðburðir fyrir utan undirbúningsfundi á dagskrá þetta árið og mikil fjölbreytni. Í umræðum um dagskrána komu strax hugmyndir að fleiri viðburðum en þeir verða kynntir sérstaklega þegar að þeim kemur.

Heilmikil umræða skapaðist um nýliðum og móttöku nýliða í félagið og munum við gera betur í því á þessu ári ásamt því að auka veg félagsins.

Svo var mikið spjallað yfir kaffi og kökunum um komandi sumar.

Flottur fundur sem gefur góða von um frábært hjólaár.

 

 

 

felagsmenn kaffi

Marc Coma sigrar sinn 5 Dakar titil, KTM sinn 14 titil

Dakarbuid-Price-Coma-Goncalves

Lokadagur Dakar 2015 lá frá Rosario til höfuðborgar Argentínu Buenos Aires og var 393km, byrjaði á 77km ferjuleið, svo tóku við 174km á sérleið sem var nokkuð þægileg, moldar/leirkenndur jarðvegur og endaði svo með 142km ferjuleið. Það fer engin keppandi í Dakar inní síðasta daginn með því hugarfari að nú sé þetta búið, í gegnum tíðina hefur alltaf einhver dottið út á þessum síðasta degi svo varkárni eru einkennismerki þessa dags en samt ekki of mikið, leiðin er frekar hröð svo það er alveg hægt að gleyma sér. Það varð engin breyting á því í dag nema í mótor- og fjórhjólaflokkum, engin datt þar út en smá afföll í bíla og trukkadeildinni. 216 ökutæki kláruðu Dakar 2015 af þeim 406 sem fóru af stað, 79 mótorhjól(161 fóru af stað), 18 fjórhjól(45 fóru af stað), 68 bílar(137 fóru af stað) og 51 trukkar(63 fóru af stað).

Eins og alltaf þá er keppendum startað í öfugri röð á síðasta degi, var það því Anar Chinbataar(KTM) frá Mongólíu sem er í sínu fyrsta Dakar fór fyrstur af stað en hann er rúmlega 100klst á eftir fyrsta manni, skemmtileg tilbreyting fyrir hann að vera fremstur.

Á þessum síðasta degi kemur oft liðskipan betur í ljós en aðra daga, i byrjun sérleiðarinnar mátti sjá Hondumennina Joan Barreda Bort og Hélder Rodrigus bíða eftir félaga sínum Paulo Goncalves(Honda) til þess að fylgja honum og aðstoða ef hann lenti í einhverjum vandræðum, það skipti minna máli fyrir þá með tímann en Paulo Goncalves(Honda) átti möguleika á sigri ef eitthvað kæmi uppá hjá Marc Coma(KTM) enda munurinn á þeim fyrir þennan dag ekki nema um hálftími þegar búið er að taka inn refsinguna.

En þannig er nú með þessi löngu röll að veður spilar oft stóra rullu og var það einnig í dag, keppnin var stöðvuð við tímatökuhlið númer 2 vegna gríðarlegrar rigningar sem gerði leiðina hættulega, varð hún svo sleip að keppnisstjórn ákvað að taka ekki áhættu á slysum og stöðvaði keppnina þar, voru þá búnir 101km af sérleiðinni. En þrátt fyrir að sérleiðin væri stytt þá lengdist bara ferjuleiðin og það þarf að klára hana líka, fóru því keppendur í einum hóp restina og var það áhrifamikil sjón að sjá.

Marc Coma(KTM) sem kom 5 í mark í dag sigraði í Dakar 2015 og jafnaði hann fyrrum félaga sinn Cyril Despres í Dakar sigrum en hafa þeir nú báðir unnið 5 sinnum Dakar en Cyril Despres hefur nú fært sig af mótorhjóli yfir í bílaflokk en það fór frekar lítið fyrir honum í þessu ralli, endaði í 34 sæti á sínum Peugeot í bílaflokki rúmum 15klst á eftir fyrsta manni.

Marc Coma(KTM) sagði eftir sigurinn í dag "ég er í skýjunum, get ekki sagt annað. En samt á þessum síðasta degi þá gat maður ekki slakað á, það gekk stormur yfir með miklum rigningum svo jarðvegurinn varð drullusvað og það er ekki gott að vera á eyðimerkurdekkjum í því, allt varð svo sleipt og erfitt. En sem betur fer þá gripu keppnishaldarar inní og styttu keppnina enda ástandið orðið hættulegt. En áður en þeir gerðu það þá var maður að reyna eins og hægt var, halda góðum hraða en passa að detta ekki eða festa sig. En hér er ég, hamingjusamur um að allt gekk upp, liðið frábært, hjólið frábært. Núna getum við tekið okkur smá stund og slakað á áður en undirbúningur fyrir Dakar 2016 tekur við".

Joan Barreda Bort(Honda) sem var líklega sá andstæðingur sem Marc Coma(KTM) þyfti mest að passa sig á byrjaði mjög vel og leiddi á tímabili en datt svo langt niður vegna bilana, það var synd að sjá þá ekki berjast til loka, ekki víst að úrslitin hefðu orðin eins og þau urðu.

Paulo Goncalves(Honda) átti flotta keppni, munaði svo litlu að Honda myndi sigra að þessu sinni en það verður að segjast að Honda var með hörkulið þetta árið, Joan Barreda Bort, Hélder Rodrigus að ógleymdri hinni spænsku Laia Sanz Pla-Giribert en hún endaði rallið í 9 sæti, 7 sætum ofar en í fyrra.Það má reikna með að þeir verði ennþá ennþá grimmari að ári.

Sagði Paulo Goncalves(Honda) eftir keppnina "ég er sáttur við að enda í öðru sæti í ár. Ég byrjaði keppnina í öðru sæti, féll í þriðja en náði mér aftur upp. Á tímabili var stutt á milli mín og Marc Coma(KTM), rétt um 5mín en svo fékk ég refsingu fyrir að skipta um vél. Félagi minn Joan Barreda Bort(Honda) stóð sig rosalega vel og leiddi á tímabili. Ég er í þakkarskuld við félaga minn Jeremias Israel en ég fékk vélina hans, án þess væri ég ekki hér en við komum aftur sterkari að ári".

Nýliði ársins hlýtur að vera Toby Price(KTM) en hann er hér í sinni fyrstu Dakar keppni og að enda í 3 sæti er rosalega flottur árangur. Hann er nú engin byrjandi á mótorhjóli, fjórfaldur sigurvegari stæðstu rallkeppni Ástralíu og klára hið fræga Baja 1000 í öðru sæti 2012. Eftir keppnina sagði hann þetta "það byrjaði að hellirigna eftir 70km inná sérleiðinni. Það var ótrúlega erfitt færið og erfitt að hjóla en svo tóku keppnishaldarar í taumana og stytti leiðina. Að vera hérna í 3 sæti er klikkun. Ég er orðlaus yfir þessu. Þegar ég ákvað fyrir þrem til fjórum mánuðum síðan að taka þátt í Dakar þá var ég ekki alveg viss hvað ég var að fara útí. Svo er ég núna komin í endamark, hamingjusamur".

Íslandsvinurinn Simon Pavey(KTM) og sonur hans Llewellyn Sullivan-Pavey(KTM) skiluðu sér alla leið og enduðu í 62 og 63 sæti, flottur árangur hjá þeim feðgum.

Lokastaðan í mótorhjólaflokki í Dakar 2015 er:

1. Marc Coma(KTM) 46:03:49

2. Paulo Goncalves(Honda) +16:53mín

3. Toby Price(KTM) +23:14mín

4. Pablo Quintanilla(KTM) +38:38mín

5. Stefan Svitko(KTM) +44:17mín

6. Ruben Faria(KTM) +1:57:50klst

Fyrir þá sem fylgjast með tegundunum þá er þetta 14 Dakar sigur KTM í röð, þar á undan vann BMW 2 ár en nokkur ár þar á undan ríkti Yamaha en þeim hefur ekki tekist að endurheimta forna frægð í Dakar, þ.e.a.s í mótorhjólaflokki en í fjórhjólaflokki eiga fáir séns í Yamaha.

Hér svo listi yfir fjölda hjóla af hverri tegund sem höfu rallið og svo hversu mörg kláruðu:

KTM 94 - 49

Yamaha 26 - 9

Honda 18 - 10

Kawasaki 8 - 4

Husqvarna 5 - 2

Sherco 4 - 2

Gas Gas 3 - 1

Beta 2 - 1

Husaberg 2 - 1

Suzuki 2 - 0

164 hófu rallið

79 kláruðu rallið

Í fjórhjóladeildinni var það Rafal Sonik(Yamaha) sem að lokum sigraðu í sínu sjötta Dakar ralli. Þetta var ekki auðvelt þar sem hann barðist lengi í skugganum af sigurvegara síðasta árs Ignacio Casale(Yamaha) en hann var ákveðin í að vinna 2 ár í röð eftir stórkostlegan sigur 2014, fyrsti maðurinn frá Chile til að sigra Dakar. Hann fór líka sterkur af stað, vann fyrstu 2 sérleiðarnar og þeir börðust af hörku þar til á 10 sérleið, þá lenti hann í bilunum og á sömu sérleið datt Sergio Lafuente(Yamaha) annar sterkur andstæðingur út og varð það til þess að Rafal Sonik(Yamaha) var komin með næstum þriggja klukkustunda forskot á næsta mann. Dugði það honum vel með öruggum akstri það sem eftir var.

Þegar Rafal Sonik(Yamaha) kom í mark sagði hann "mig er búið að hlakka til þessa augnabliks í 7 ár og ég hef aldrei gefið upp vonina. Þessi sigur er sigur fyrir alla sem dreymir um að taka þátt í Dakar en eiga ekki kost á því. Ég deili þessum sigri með liðinu mínu, þau trúðu á þetta með mér og verðskulda sigurinn með mér".

Lokaniðustaða í fjórhjólaflokki í Dakar 2015 er:

1. Rafal Sonik(Yamaha) 57:18:39

2. Jeremias Gonzalez Feroli(Yamaha) +2:54:50klst

3. Walter Nosiglia(Honda) +3:42:45klst

Þá er þessu lokið þetta árið og vona ég að einhver hafi haft gaman af þessu.

Dakar kveðjur

Dóri Sveins