Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Allar fréttir

Fróðleg og skemmtileg nýliðafræðsla

WP 20150506 20 12 32 ProaNýliðafræðslan í kvöld var stórskemmtileg og mæting var fín.

Var farið vel í ýmis mál sem tilheyra sportinu okkar, hvort sem það tengist notkun og viðhaldi á hjólum, fatnaði, útbúnaði og já bara allt sem hægt er að láta sér detta í hug.

Var farið t.d yfir umhirðu og stillingar á fjöðrun en það skiptir höfuðmáli að fjöðrunarmálin séu í lagi.

Þetta kvöld snerist um bóklega hlutann en á laugardag verður svo seinnihlutinn og er hann verklegur, farið í gegnum ýmsar grunnæfingar og þáttakendur reyna á fimi sína á hjólunum sínum.

Þökkum við þeim Einari og Dóra fyrir kvöldið.

Nýliðafræðsla - bókleg/verkleg

nylidafraedsla auglysingSíðastliðin ár var haldin nýliðafræðsla þ.e.a.s bókleg fræðsla til þess að fræða hjólafólk um hjólamennsku, gefa þeim góð ráð og kenna nokkur skemmtileg og gagnleg "trikk".

Verða það reynsluboltarnir Einar Sverrisson og Dóri Sveins sem láta móðan mása í kvöld og sýna einhverjar myndir af því sem vel hefur farið og hugsanlega einhverjar myndir um aðstæður sem hefði verið hægt að varast.

Þessu bóklegu fræðslu verður svo fylgt eftir með verklegri fræðslu/kennslu næstkomandi laugardag eða sunnudag, fer eftir veðri. Er því mælst fyrir að þeir sem hafa áhuga komi bæði á bóklega og verklega hlutann til að festa fróðleikinn betur í minni.


Verð fyrir bæði bóklega og verklega er 1500.kr og þarf að greiða með pening þar sem það er engin posi þarna. Það eru allir velkomnir hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki.

Gott að skrá sig hér

Slóðavinir tóku þátt í 1 maí hópkeyrslu mótorhjóla

DSC04715aa1 maí ár hvert minnir mótorhjólafólk á sig með því að fara í hópkeyrslu og síðust ár hafa Slóðavinir tekið þátt í því.

Í heildina vorum við líklega um 10 sem vorum saman en það voru fleiri torfæruhjól víðsvegar í hópnum enda hópurinn þetta árið ansi stór, var áætlað að það hefðu verið um 1200 hjól sem tóku þátt þetta árið.

Safnast var á Laugarveginum frá Bankastræti og uppeftir en öftustu hjól vorum uppí Skipholti, það ansi falleg sjón að sjá flotann liðast um bæinn og enda á planinu við Kirkjusand.

Eftir að hafa blandað geði og skoða önnur hjól týndist fólk í burtu en eins og sönnum Slóðavinum sæmir þá varð að skoða aðeins slóða, kíktum við uppá Úlfarsfell og inní Seljadal, allt þurrt og fínt þar til inní miðjum Seljadal, þar voru snjóskaflar og drullusvað svo þar var snúið við þó við sæum frekar ljót för eftir minna vitra menn sem höfðu ekki snúið við.
Það verður einhver bið eftir því að þarna verði hjólafært.

Ítrekum við það við hjólafólk að jarðvegur er víða blautur og viðkvæmur sem þolir ekki neina umferð, hvorki mótorhjól né göngufólk. Leyfum slóðunum að þorna í friði og snúum heldur við, það er engin minni maður á að snúa við af virðingu við náttúruna.

Safnast við Hallgrímskirkju Við vorum frekar framanlega Frábært veður á Laugarveginum Faratæki af ýmsum stærðum og gerðum. Mikill fjöldi mótorhjóla tók þátt. Komnir útí mörkina. Seljadalur alltof blautur ennþá

Ferðakynning - Ísland-Asía-ísland á fimmtudag

Unnur hogni auglysingÞað er alltaf gaman að sjá og heyra góða ferðasögur og næstkomandi fimmtudagskvöld 30 apríl kl.19:30 verður ein saga sögð, verður kynningin haldin í húsakynnum Arctic Trucks að Kletthálsi 3.

Að þessu sinni eru það Unnur og Högni sem ætla að segja okkur frá ferð sem þau fóru á mótorhjólum sínum frá Íslandi lengst inní Asíu og til baka.

Margir fylgdust með ferðalaginu þeirra á facebook síðu þeirra en það verður gaman að heyra þetta frá þeim og hægt að spyrja spurninga og svo er spjall á eftir.

Það eru allir velkomnir og aðgangeyrir eru litlar 500kr og greiðast með pening þar sem það er engin posi.

Boðið verður uppá kaffi og léttar veitingar.

Dagur vondra vega

s1Dagur vondra vega eins og við erum farnir að kalla sumardaginn fyrsta en eins og öll fyrri ár félagssins þá tökum við á móti sumri með því að hjóla og heiðrum hina vondu vegi.

Sökum veðurfars þá verður Reykjanesið oftast fyrir valinu en heyrum ferðasöguna frá leiðangurstjóra dagsins honum Gísla Þórs Sigurðssonar:

Ferð á sumardaginn 1.

Að venju var sumri fagnað með skipulagðri ferð eða "Degi vondra vega" á Sumardaginn fyrsta.
Byrjuðu sumir daginn á Olís við Rauðavatn og renndu gegnum Heiðmörk að ÓB á völlunum þar sem formleg ferð hófst.
Að þessu sinni voru 15 hjól mætt á ÓB sem var skipt í tvo hópa.
Leiðin lá eftir línuveginum meðfram Reykjanesbrautinni suður til Grindavíkur. Því næst var fyrirhugað að fara gamla Suðurstrandaveginn inn á Krísuvíkurleið til baka.
Annar hópurinn tók ýmsa útúrdúra um Reykjanesið á meðan hinn hópurinn æfði dekkjabætingar á línuveginum :)
Dagurinn endaði svo á því að sumir fóru Krísuvíkurleiðina heim en nokkrir tóku könnunarleiðangur aðrar leiðir.
Flottur dagur í fínu veðri og góðum félagsskap

Nú þar sem sumarið er skolið á þó svo það fari en lítið fyrir því og dagskráin okkar er að komast á fullt skrið og hvetjum við félagsmenn til að skoða viðburðarveituna okkar og skrá sig í þær ferðir sem heilla.

Sumarkveðja