Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Allar fréttir

Nýliðaferð II

nylidaferd2 auglýsing2Næstkomandi laugardag 6 júní verður önnur nýliðaferð sumarsins.

Verður lagt af stað frá Olís við Rauðavatn stundvíslega klukkan 10:00 og hjólað í gegnum Heiðmörkina og eftir smá krókaleiðum til Grindarvíkur þar sem verður tekið matarhlé.

Eftir góðan borgara eða annað heldur leiðin áfram og farnir línuvegir í átt að Hafnarfirði og endað svo aftur við Olís Rauðavatni.

Þessi ferð er ætluð nýliðum og allir velkomnir, hvort sem það eru endurohjól eða dualsport hjól. Einu skilyrðin sem við setjum er að hjólin séu á númerum og þáttakendur séu í góðu skapi.

Leiðarvalið er þægilegt og er heildarlengd dagsins um 137km.

nýliðaferð 2

Frábær hvítasunnuferð

Fallegur áningarstaðurHelgina 23 og 24. maí sl. var Hvítasunnuferð Slóðavina. Gist var á Rjúpnavöllum og hjólað laugardag og sunnudag.

Fyrri daginn var hjólað um Skarfanes og Lambhaga, hjólað í Þjórsárdal og um Heklusvæðið. Var dagurinn um 170 km. Dagurinn bauð upp á afar fjölbreytta slóða, allt frá þægilegum hestaslóðum í mold og sandi til sannkallaðra hard-hard slóða yfir yfirfallsfarveg Þjórsárinnar.

Sumir fengu að horfast í augu við hræðsluna í sjálfum sér og sigrast á henni en aðrir sem þóttust allt geta var snarlega kippt niður á jörðina áður en þeir náðu flugi. Dagurinn var blautur en hópurinn lét það sem vind um eyru þjóta og eftir daginn lágu um 160 km í valnum.

Seinni daginn voru hjólaðir um 160 km. Hjólað var austur Pálsteinshraun að Gráfelli og þaðan um Syðra fjallabak, Fossaleið og á Hvolsvöll þar sem fyllt var á menn og hjól.

Þaðan var haldið á fjölbreytta hamingjuslóða Keldnahrauna. Frábær dagur sem bauð upp á allar tegundir af slóðum og fullt akstri í snjó.

Ferðin þótti vel heppnuð þetta árið og hjólasumarið lofar góðu þrátt fyrir mikinn snjó á hálendinu.

Leiðangursstjóri þetta árið var Sigurjón Andrésson.

Grýtt og skemmtilegt Lokuð leið Flamberað kjöt Handhafi bleika buffsins. Lokuð leið Nýr handhafi bleika buffsins Hamingjuslóðarnir

Landgræðslan heldur áfram

axel ad dreifa aburdiLandgræðslan í Mótorhjólaskóginum hélt áfram síðasta laugardag er hin árlegi Landgræðsludagur Slóðavina var haldin.

Þrátt fyrir mjög dræma mætingu Slóðavina þá tókst þeim 4 Slóðavinum og 2 ungum aðstoðamanneskjum að dreifa 1200kg af áburði og setja niður á annað hundrað birkigræðlinga.

Verður að segjast að munurinn á svæðinu frá því að verkefnið hófst er stórkostlegur, sést það vel er ekið er um veginn hvað sandurinn er mikill sunnan við hann en norðan við hann þar sem landgræðslan er komin heilmikil grasrót. Styttist einnig í að birkiplönturnar fari að verða sjáanlegar enda dafna þær fínt þarna þó landið virðist hrjóstrugt.

En Slóðavinir eru ekki einir í þessari landgræðslu, með okkur eru aðrir hjólaklúbbar, það eru Gaflarar, Skutlur, BMW klúbburinn, HOG(Harley Davidson) en einnig styrkja okkur önnur fyrirtæki, hægt er að sjá meira um facebook síðu Mótorhjólaskógar

Hægt er að skoða nokkrar myndir frá deginum hér

 

 

Verið að fylla á pallinn  11207332 10153319165051310 6348877678212844204 n

Landgræðsluferð 16 maí - mætum öll

fanar

Á laugardaginn kemur (16. maí), verður farið í landgræðsluferð.

Að venju hefur N1 lánað okkur Vegaaðstoðarbílinn sinn og verður áburðurinn fluttur upp í skóg á laugardagsmorgun. Stefnt er að því að allir sekkirnir verði komnir í vegkantinn kl 10.00 á miðjum reiti hvers félags.

Fyrir þá sem ekki hafa farið í landgræðsluferð þá er ekið upp fyrir Búrfell (Búrfellsvirkjun) , fram hjá vindmyllunum og yfir báðar brýrnar. Eftir seinni brúna kemur fyrsti reiturinn eftir um 1 km. BMW reiturinn, 500 metrum seinna er næsti poki (Skutlur). Þar eftir er sameiginlegi reiturinn þar sem skiltið er og 500 metrum lengra er HOG (Harley Davidson) reiturinn. Svo kemur svolítil keyrsla og um 500 metrum eftir vegamótunum niður Landveg er reitur Gaflara. Á öllum þessum stöðum verður áburður í vegkantinum.

Tvö fyrirtæki hafa bæst við sem  styrktaraðilar að Mótorhjólaskógnum, en Stilling og A.B. Varahlutir gefa sinn  hvorn stórsekkinn, Ölgerðin gefur 1 sekk eins og í fyrra, Skeljungur  1, OLÍS gaf 3 í fyrra, en þeir áttu að afhendast 1 á ári þannig að við erum  að fá poka no 2 af þrem.

Við hvetjum allt hjólafólk að mæta og sá til framtíðar.

skiltid

Nýliðafræðslan verklegi hlutinn - flott mæting

DSC04748aVið Einar Sverris vorum með seinni hluta af nýliðafræðslu Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir í gömlu gryfjunum á Esjumelum í morgun.


Það var flott mæting, 14 hjólamanneskjur létu sjá sig og var gaman að sjá hvað það komu mörg stór hjól.


Þessar "léttu" grunnæfingar reyndu vel á hæfni þáttakanda og kom þeim sumum á óvart hvað þessar léttu þrautir reyndust erfiðar ;)
Allir sáttir held ég, vona það minnsta kosti. Ég gæti þess að koma með kaffi til að gefa þeim í fróðleikspásunni.

 


Ég smellti nokkrum myndum af þarna sem má sjá hér á Facebook og það má tagga fólk inná myndinar ;)

Takk fyrir okkur

Einar og Dóri