Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Allar fréttir

Aðalfundur Slóðavina lokið

FÚS LógóÞann 14 október síðastliðin var haldin aðalfundur félagsins.

Það fylgir víst aðalfundum að mæting er ekki mikil en þó nokkrir félagar mættu sem er gaman.

Aðalfundurinn fór fram samkvæmt venjulegum aðalfundarsköpum þar sem stjórn fyrir yfir síðastliðið starfsár, reikningar voru lagði fram, ræddir og samþykktir.

Hér eftir má sjá fundargerð fundarins:

 1. 1.Setning fundar og dagskrá kynnt.

Formaður bauð félagasmenn velkomna, setti aðalfund og kynnti dagskrá.

 1. 2.Kostning fundarstjóra og fundarritara.

Ásgeir Örn kjörinn fundarstjóri og Guðmundur Tryggvi fundarritari.

 1. 3.Skýrsla stjórnar.

Halldór formaður stiklaði yfir félagsstarfið á síðasta starfsári.Annað árið í röð var haldin ljósmyndasamkeppni. Fékk Ásgeir Örn Rúnarsson eignarbikar sem Öryggisgirðingar gáfu .

Hefð er komin á að halda jólafélagsfund fyrripart desember þar sem kynnt er beinargrind að dagsskrá næsta árs, að sjálfsögðu jólakökur og heit kakó líka.

Árið byrjar alltaf á að félagsmenn liggja á heimasíðunni og fylgjast með Dakarkeppninni sem okkur langar öllum að taka þátt í en í miðri dakarveislunni héldum við afmælisfundinn þar sem við kynntum fullmótaða dagsskrá og frumsýndum bækling ársins. Sigurjón Andrésson átti veg og vanda að bæklingnum.

Þorrablótsferðin var farin um miðjan febrúar og var frábær mæting. Mars er kvikmyndamánuður hjá okkur og leigðum við sal í Bíó Paradís og horfðum á stórskemmtilega mynd um mann sem með þrautseigju og das af þvermóðsku tókst að láta drauminn rættast og taka þátt í Dakar rallinu.

Okkar árlega skyndihjálparnámskeið var haldið í apríl og var góð mæting. Við sem erum að ferðast oft fjarri mannabyggð ber eiginlega skylda að kunna skyndihjálp en vonandi þurfum við aldrei að nota hana en við „mætum fyrir félagann“ .

Sumardaginn fyrsta höldum við alltaf uppá sumarkomuna og köllum þetta „dagur vondra vega“ eins og oftast var hjólað um Reykjanesið og var gert víðreist þar, flott byrjun á sumrinu.

Kláruðum við svo apríl með flottri kynningu frá hjónunum Högna og Unni um margra mánaða ferð þeirra frá Fáskrúðsfirði til Mongólíu og til baka.

Þann 1 maí var hópkeyrsla mótorhjóla og síðustu ár hafa Slóðavinir tekið þátt í því, áætlað var að um 1200 hjól hafi verið í ár og mátti sjá ansi mörg torfæruhjól þarna inná.

Í fyrstu viku maí var haldin nýliðafræðsla, fyrst bókleg og svo verkleg helgina á eftir.

Um miðjan maí var landgræðsluferð félagssins og verður bara að segjast að mæting var léleg og er það áhyggjuefni. 4 Slóðavinir með 2 unga aðstoðarmenn mættu, náðu samt að dreifða um 1200kg af áburði og um 500 birkiplöntum plantað. Mótorhjólaskóga verkefnið er mjög flott og vonandi mæta fleiri á næsta ári, þetta er gefandi starf.

Seinni part maí var svo hvítasunnuferðin og var fín mæting í hana.

Í byrjun júni var farið í nýliðaferð, hjólað var í gegnum Heiðmörkina útá Reykjanesið,reyndar þvers og kruss um Reykjanesið. Fín mæting var í ferðina og fengum við súper flott veður.

Fjölskyldudagur sem halda átti var frestað framá haustið og sama má segja um Jónsmessuferðina, henni var frestað vegna slæms ástands á hálendinu og veður voru slæm.

Langur laugardagur var farin og að þessu sinni hjólað í Mýrdalnum, góð mæting var og gert víðreist þar. Mikið er um villuslóða þarna og þarf að gæta sín á að villast ekki þar.

Í ágúst fórum við í löngu haustferðina, það var fín mæting og gaman að óvenjumörg fjórhjól komu líka en má með sanni segja að vatn og rigning hafi fengið nýja merkingu eftir þá ferð, við gistum í Hólaskjóli. En vegna mikilla vatnavaxta og rigninga þá styttum við ferðina en nokkrar hetjur urðu samt að hjóla til baka að Keldum.

Í lok ágúst var farið í minningarferð frá Reykjavík uppí Húsafell og til baka og auðvitað eftir gömlum leiðum.

Fyrstu helgina í september var farið í hálendisferðina sem var í raun há/láglendisferð þetta árið, eftir að hafa ráðfært sig við bændur á svæðinu þá fengum við leyfi til að hjóla í gegnum löndin þeirra eftir stórkostlegum slóðum.

Dagsferð sem átti að vera í lok mánaðar var slegið á frest vegna leiðindar veðurfars.

Svona heilt yfir þá gekk dagskráin að mestu vel þrátt fyrir rysjótt veðurfar þetta árið, flott mæting var í flesta viðburði og verður að segjast að við getum verið stolt af dagskránni okkar, eljusemi þeirra sem taka að sér að halda viðburði verður seint þökkuð því það fer drjúgur tími í að undirbúa viðburði, hvort sem það eru námskeið, fræðsla eða ferðir.

Það væri gaman að sjá fleiri taka að sér viðburði svo þetta hvíli ekki á of fáum herðum því þannig brenna menn fljót upp, reynsluboltarnir í félaginu eru alltaf til í að aðstoða þá sem vilja spreyta sig og einnig þannig fáum við fleiri sjónarhorn.

Fráfarandi stjórn þakkar fyrir samstarfið.

Halldór Sveinsson formaður

 1. 4.Umræða um skýrslu stjórnar

Engar umræður sköpuðust um skýrslu stjórnar.

 1. 5.Endurskoðaður ársreikningur 2014 til 2015.

Reikningstímabilið er milli aðalfunda. Reikningur yfirfarinn og skýrður. Greidd voru 103 félagsgjöld. Tekjur ársins voru 637 (794) þúsund kr. Gjöld voru 295 ( 717) þúsund krónur. Hagnaður ársins 342 þúsund krónur. Eignir eru 1.964 þúsund krónur, þar af handbært fé 1.736 þ.kr.

 1. 6.Umræða um ársreikning 2014 til 2015.

Reikningar félagsins samþykktir með afgerandi atkvæðum félagsmanna.

Engin mótatkvæði.

 1. 7.Skýrslur nefnda.

Engar

 1. 8.Kjör stjórnar og varamanna

Laus eru sæti formanns, tveggja stjórnarmanna og eins varamanns.

Karvel Árnason og Gísli Sigurðsson gefa kost á sér í kjöri til stjórnar og Gunnar Finnsson til varastjórnar.

Halldór Sveinsson gefur áfram kost á sér til formanns – samþykkt.

Lagt til að Karvel og Gísli verði kosnir í stjórn til 2 ára - samþykkt .

Gunnar kosinn varamaður til 2 ára.

Í stjórn 2015 – 2016 eru: Halldór Sveinsson formaður, Gísli Þ. Sigurðsson gjaldkeri, Ásgeir Ö. Rúnarsson, Kristbjörn B Einarsson og Karvel Árnason. Varamenn: Reynir Þór Reynisson og Gunnar Finnsson. Samþykkt samhljóða.

Í stjórn 2014 – 2015 voru: Halldór Sveinsson formaður, Gísli Þ.Sigurðsson gjaldkeri , Guðmundur Tr. Ólafsson, Ásgeir Ö Rúnarsson, Kristbjörn B. Einarsson, Varamenn Reynir Þór Reynisson og Þórður Antonsson. Samþykkt samhljóða.

 1. 9.Tillögur og lagabreytingar.

Formaður lagði til að félagsgjöld verði óbreytt 4.500 kr á ári fyrir einstakling og 7.500 fyrir fjölskyldu, þar sem ekki komu tillögur um annað. Samþykkt með yfirgnæfandi fjölda atkvæða.

 1. 10.Kjör tveggja skoðunarmanna.

Guðmundur Tr. Ólafsson og Bergsteinn R. Ísleifsson kjörnir skoðunarmenn félagsins.

 1. 11.Önnur mál

Aðalfundur styður hugmyndir um að senda félaga á NOVACC ráðstefnuna. Stjórn falið að útfæra sendiförina. Fram kom hugmynd um að afla félagssmönnum afslátt í verslunum sem tengjast sportinu. Rætt um heimasíðuna hvort hún skuli uppfærast eða hvort feisbúkk eigi að taka við. Heimasíðan verður löguð og endurlífguð. Myndagalleríumræða, haldið verður í fyrri ákvarðanir um að félagið haldi ekki myndagallerí.

Aðalfundur skorar á stjórn að vinna slóðakort í nágrenni RVK.

 1. 12.Fundarslit.

Fleira ekki gert og formaður sleit fundi kl 21:53.

Fundarritari: Guðmundur Tryggvi Ólafsson

Fundarstjóri: Ásgeir Ö. Rúnarsson

Minningarferð um fallin félaga

minning01Minningarferð um fallinn félaga.

Fyrir ári síðan var farin minningarferð um Jón Gunnar Hannesson í Húsafell.

Í framhaldinu var ákveðið að síðasta sunnudag ágústmánaðar hvert ár væri farin minningarferð í Húsafell til að minnast fallina mótorhjólafélaga. Í dag fóru tveir Slóðavinir í þessa ferð og má segja að ferðin hafi verið í anda Jóns Gunnars. Annar var á fyrrverandi hjóli Jóns og hinn var með hálskragann, hanska og hnjáhlífar sem Jón átti.

Fínn túr þar sem gamlir slóðar voru í hávegum hafðir.

 

 

 

 

minning02

minning03

Hin blauta haustferð Slóðavina 2015

DSC06316aHin blauta haustferð Slóðavina 2015

Helgina 20 til 23 ágúst var okkar árlega haustferð farin en hún var með smá öðruvísi sniði en oft áður.

Gista átti í Hólaskjóli þar sem hjóla átti uppí Lagagíga, Langasjó og nágrenni. Var því boðið uppá 2 möguleika á að fara austur, annarsvegar að fá einhver samferðamann til að taka farangurinn sinn, skilja bílinn eftir við bæinn Keldur og hjóla um Syðra Fjallabak að Hólaskjóli meðan aðrir færu bílandi alla leið.

Fór því svo að 3 fjórhjól og 5 mótorhjól hjóluð alla leið, fengu þeir þokkalegt veður framanaf en svo fór að rigna, það sama upplifðu þeir sem fóru bíllandi.

Föstudagurinn rann upp og það var svo ekkert lát á rigningunni, bætti í hana eftir því sem leið á daginn. Skipt var í 3 hópa, 4 hjól saman og tvo 7 manna mótorhjólahópa. Lá leiðin fyrst upp að Lagagígum eftir frábærum vegslóðum en svo kom að fyrsta farartálmanum en það var Hellisáin, hún er ansi breið þarna. Fjórhjólin fóru fyrst yfir en það var djúpt, of djúpt fyrir mótorhjólin en sem betur fer er annað vað aðeins neðar og það hentaði mótorhjólunum betur og allir komist heilir yfir, einn fór á hliðina en valdi sér að gera það í grynningum svo allt slapp vel. Áfram var haldið í átt að Lagagígum og enn jókst rigningin og var nú mesti glansinn af ferðinni að fara. Fyrsti hópur að Tjarnagýg ákvað í nestisstoppinu að halda niður að Klaustri og þarmeð breyta leiðinni aðeins, eftir að það var búið að vaða nokkrar ár, drepa á hjólunum í þeim, skipta um loftsíu og hjóla í endalausri rigningu var stoppað á Klaustri, fengið sér kaffi og farið yfir málin. Niðurstaðan var að sækja aukabensínið sem hafði verið skilið eftir og fara uppí Hólaskjól og stytta dagleiðina.
Skömmu síðar mættu fjólamenn einu hjóli færri, þurfti að sækja eitt með brotna felgu svo eitthvað gekk nú á hjá þeim.

holmsaSeinni mótorhjólahópurinn þorði ekki að stytta leiðina enda formaðurinn búin að segja þeim hvaða leið þeir ættu að fara og þorðu þeir ekki að óhlýðnast því, Þeir eiga skilið hetjustimpil þar sem þeir lentu í basli með Hólmsánna enda var hún orðin að stórfljóti, slukku þeir að mestu með skrekkinn en drekktu einu hjóli.
Á kvöldvökunni var svo ákveðið að stytta ferðina og halda heim daginn eftir, landverðir sögðu okkur frá því að allar ár á svæðinu væru að verða ófærar fyrir bíl og þá potþétt fyrir mótorhjól, en þeir sem hjóluðu á staðinn fundur sér þurrari leið til að komast aftur að Keldum og gekk þeim vel.

Þar sem grillkvöldið varð ekki þá kláruðum við helgina með grillveislu uppí Arctic Trucks á mánudagskvöldinu og renndum yfir myndir úr ferðinni.

Því miður gátum við ekki hjólað allt sem til stóð en klárt mál að það verður farið aftur þarna.

Það má sjá myndir úr ferðinni á facebook síðu Slóðavina, myndir frá Ásgeiri hér og svo myndir frá Dóra Sveins hér

Langa haustferðin framundan

Langa haustferð Slóðavina 20 - 23 ágúst

Framundan er hin stórskemmtilega haustferð Slóðavina en hún er 20 til 23 ágúst næstkomandi.

Að þessu sinni verðum við á suðurlandi, búið er að panta gistingu í Hólaskjóli, sjá heimasíðuna http://www.eldgja.is/

Við erum að spá í að hafa 2 brottfarir, þ.e.a.s að þeir sem vilja leggja snemma af stað og hjóla meira færu af stað uppúr 8 á fimmtudagsmorgun og tækjum af á Hvolsvelli og hjóluðu Syðra fjallabak að Hólaskjóli, það eru ca.128km. Það þýðir að sami hópur þarf að hjóla til baka á sunnudeginum svipaða leið ca.137km.

Seinni brottför færi þá klukkan 17:00 og þeir færu þá bílandi alla leið í Hólaskjól og myndu þá taka bensín og búnað fyrir þá sem ætla að hjóla Fjallabak.

Dagsskráin er í grófum dráttum svona:

- fimmtudagur: fyrri hópur 08:00 úr bænum, hjólað frá Hvolsvelli ca.128km Syðra fjallabak, Króksleið um Mælifellssand að Hólaskjóli.

- fimmtudagur: seinni hópur 17:00úr bænum, keyrt að Hólaskjóli ca.260km.

- föstudagur: hjólað uppað Lakagígum og suðurfyrir Hólaskjól um Álftavatn ca.218km.

- laugardagur: hjólað að Langasjó, Skjælingar, Faxasund, ca.168km og svo grillað.

- sunnudagur: fyrri hópur hjólar til baka að Hvolsvelli ca.137km.

- sunnudagur: seinni hópur keyrir bara í bæinn ca.260km.

ATH að það þarf að taka allt bensín með í Hólaskjól, það er engin bensínstöð á leiðunum svo það vera allir að reikna út bensíneyðslu og það verða allir að taka með sér aukabensín á hverjum degi.

Það hefur oft reynst vel að reikna með 7 lítrum af bensíni á hverja 100km.

Endilega skráið ykkur sem fyrst á heimasíðunni okkar hér svo við getum staðfest gistingu sem fyrst.

Ferðakveðja

Farastjórarnir

Nýliðaferð II um Reykjanes gekk vel.

DSC04880aFerða- og útivistarfélagið Slóðavinir bjóða uppá nýliðaferðir á hverju ári og ein slík var í gær. 11 mættu í ferð dagsins enda frábært veður til að hjóla í.

Farið var frá Rauðavatni, gegnum Heiðmörkina inní Hafnarfjörð, þaðan í gegnum Breiðdalinn, Djúpavatnsleið, grjótkynning á gamla símaslóða og inní Grindarvík, þaðan framhjá Bláa lóninu og svo línuveg frá Grindarvíkurafleggjara að Hafnarfirði, svo Heiðmörkin aftur.

160km reyndust þetta vera í gær, smá basl, nokkrar dettur og stórsprungið dekk hjá formanninum. Tvö 3ja sentimetra göt á slöngunni, sem betur fer var ég með aukaslöngu.
Leiðangursstjóri dagsins var Gunnar Finnsson og fékk hann stuðning frá nokkrum reynsluboltum.

Dóri Sveins tók nokkrar myndir og má sjá þær hér inná facebook
Endilega bættið við nöfnum þar sem ég man þau ekki öll, afsakið það ;)