Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Allar fréttir

Dakar 2016 að hefjast

rallystartStæðsti mótorsportviðburður hvers árs er nú að fara af stað en Dakar rallið stendur frá 2 janúar til 16 janúar. Er þetta í 38 skipti sem rallið og til að gefa smá mynd af umstangi rallsins þá starfa um 500 manns í kringum það og að þessu sinni eru 347 keppnistæki í keppninni sem skiptist:

136 mótorhjól

45 fjórhjól

111 rallybílar

55 trukkar

 

Þetta er svolítið skrítið að það er engin með no.1 í þetta sinn þar sem sigurvegari síðasta árs Marc Coma er ekki að keppa, hætti hann keppnisþáttöku eftir síðasta Dakar rall en er núna aðalskipuleggjandi í Dakarrallinu í sambandi við leiðarval ofl enda maðurinn hokin af reynslu.

 

Það þykir flott að vera með Dakar þáttöku á ferilskránni og hafa margar mótorsport hetjur tekið þátt en þetta er ekki auðvelt, líklega er þetta erfiðasta keppni sem í boði er og þá bæði líkamlega og ekki síst andlega þar sem mikið reynir á rötum og að halda geðheilsunni þegar leiðin liggur um endalausa sanda og auðn.

 

Fyrir marga er þetta toppurinn á ferlinum að keppa í Dakar og sérstaklega ef þeir ná að klára rallið. Kosturinn við Dakar rallið er að það er opið öllum, mikið af svokölluðu amatörum safna kjarki og jú líka peningum til að taka þátt í þessari veislu.

 

Eins og áður þá munum við fylgjast fyrst og fremst með mótorhjólum og fjórhjólum í þessari umfjöllun.

Þetta er einnig keppni milli hjólaframleiðanda og skiptingin þetta árið er:

Mótorhjól:

1 BMW

1 Gas Gas

2 Beta

2 Kawasaki

3 Sherco

5 Suzuki

14 Honda

16 Husqvarna

22 Yamaha

70 KTM

 

Fjórhjól:

7 Honda

14 Can-AM

24 Yamaha

 

Halldór Sveinsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Jólakveðja

santa

 

Ferða og útivistarfélagið Slóðavinir óska öllu hjólafólki sem og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og ánægjulegra áramóta. Þökkum fyrir skemmtilegt ár og von um ennþá betra hjólaárs 2016.

 

 

 

Vel heppnaður jólafundur.

DSC 0387Síðasti félagsfundur Slóðavina 2015 var haldin í gærkvöld.

Ágætis mæting var á fundinn og eftir að Halldór formaður var búin að bjóða fundargesti velkomnar kom hann Björn sem vinnur hjá Arctic Trucks og hélt fína kynningu á Yamahjólum af öllum stærðum og gerðum, bæði tvíhjól, fjórhól og buggy. Margt áhugavert þar í gangi og svo endaði hann með að minna okkur á 30% afslátt af Rukka fatnaði. Þökkum við kærlega fyrir þessa kynningu.

 

Eftir þetta kynnti formaðurinn beinagrind af dagsskrá fyrir árið 2016 og bauð upp hvern viðburðinn á fætur öðrum og óskaði eftir umsjónarmanni, búið var að merkja umsjónarmenn á nokkra viðburði og gekk vel að fá á alla hina viðburðina. Það bættust meira að segja við nokkrir viðburðir svo dagsskrá fyrir 2016 er pökkuð og nóg af taka fyrir alla.

 

Eftir þetta fengu við okkur kaffi og heit kakó ásamt smákökum enda farið að styttast í jólin, einnig höfðu menn mikið að spjalla og lauk fundi ekki fyrr en um 22:30.

 

Hefst nú vinna við að setja dagsskrána í nýja bæklinginn okkar sem verður frumsýndur á afmælisfundinum okkar sem verður haldina miðvikudagskvöldið 13 janúar 2016 en afmælið er nú reyndar þann 15.

 

Stjórn þakkar fyrir frábært ár og vonum innilega að næsta ár verði heldur þurrara og hjólavænna.

DSC 0390 DSC 0391

Hnífjöfn keppni í myndasamkeppni Slóðavina 2015

Slide26Myndasamkeppni og bjórkvöld Slóðavina fór fram í gærkvöldi.

Það var flott mæting enda margar flottar myndir í myndasamkeppninni. 30 myndir voru kynntar í keppninni um bestu mynd úr viðburðum ársins hjá Slóðavinum.

Eftir að atkvæði höfðu verið valin voru 4 myndir með jafnmörg stig á bakvið sig svo það varð að kjósa aftur milli þeirra, þá sköruðu 2 myndir úr hinum en mynd sem Sigurjón Andrésson átti sigraði með einu stigi, er hann því vel að sigrinum komin og myndin er glæsileg.

Er hún tekin í þorrablótsferð Slóðavina í Þykkvabæ og sýnir Karl Sigurðsson berjast í klakahröngli.

 

Einnig var keppt um dramatískustu myndina en þar eru reglur aðeins rýmri, dugir að myndin sé úr einhverjum viðburði Slóðavina óháð ári. Þar var einnig valið um 30 myndir.

Það varð einnig að kjósa 2svar en eftir fyrri talningu voru 8 myndir með 1 atkvæði hver og svo voru 3 myndir með restina af atkvæðunum en eftir seinni kosninguna kom í ljós að Sigurjón Andrésson átti einnig þá mynd. Það er skemmtileg tilviljun en sú mynd var einnig tekin í þorrablótsferð Slóðavina en reyndar var það 2014. Þar má sjá Trausta Guðmundsson​ sitjandi eftir byltu eftir eina beygjuna.

Óskum við honum til hamingju með þessa flottu myndir og sigurinn í báðum flokkum.

Slide24

Myndirnar í myndasamkeppninni 2015

Næstkomandi laugardagskvöld 14 nóvember verður myndasamkeppni/bjórkvöld Slóðavina haldið í Ölveri Glæsibæ.

Keppt er í 2 flokkum, aðalmyndin en það mynd sem tekin er í Slóðavinaferð árið 2015 og svo er einnig keppt um bestu dramamyndina en hún er ekki bundin neinum sérstökum tíma en að hún sé úr einhverri Slóðavinaferð.

Nú er hægt að skoða myndirnar hérna og mæta svo á laugardagskvöldið og taka þátt í kvöldinu með okkur.

Fyrst eru myndirnar í Aðalflokki:

Slide1  Slide2  Slide3 Slide4  Slide5  Slide6  Slide7  Slide8  Slide9  Slide10  Slide11  Slide12  Slide13  Slide14  Slide15  Slide16  Slide17  Slide18  Slide19  Slide20  Slide21  Slide22  Slide23  Slide24  Slide25  Slide26  Slide27  Slide28  Slide29  Slide30 12228137 10153682946723328 1416511192 o  12236914 10153682946728328 1678178600 o

Svo eru það myndirnar í Dramaflokki:

 Slide1  Slide2  Slide3  Slide4  Slide5  Slide6  Slide7  Slide8  Slide9  Slide10  Slide11  Slide12  Slide13  Slide14Slide15  Slide16  Slide17  Slide18  Slide19  Slide20  Slide21  Slide22  Slide23  Slide24  Slide25  Slide26  Slide27  Slide28  Slide29