Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Allar fréttir

Dakar 2016, dagur 5 maraþonleiðin byrjuð

D5 PauloDagurinn í dag er sá fyrri í svokallaða maraþonhluta Dakar rallsins, þ.e.a.s þá er hjólað í 2 daga samfellt án aðstoðar frá viðgerðarliðinu, verða því keppendur að hlífa hjólunum sínum og mega eingöngu nota þau verkfæri og varahluti sem þeir eru sjálfir með, eina aðstoðin sem má þiggja er frá öðrum keppendum og skapast oft á tíðum skemmtileg stemming meðan á þessu stendur. Leið dagsins var öng og strembin, sérleiðin var 429km og ferjuleiðin um 200km, að auki liggur hún ansi hátt, meðalhæð yfir sjávarmáli er 3500m. Jarðvegurinn skiptist á að vera sendin og grýttur og reyndi vel á keppendur.

Það er að sýna sig vel að Honda hjólin eru feikiöflug, voru það reyndar í fyrra líka en mistu svo aðeins flugið en núna eru þau á toppnum og í dag var það Paulo Goncalves(Honda) sem kom fyrstur í mark á undan Ruben Faria(Husqvarna) sem var 2:35mín lengur að hjóla daginn.

 

Joan Barreda(Honda) lærði greinilega ekkert af mistökum gærdagsins og skemmdi fyrir sér frábæran dag með því að fá hraðasekt og kostaði það hann 5mín í refsingu svo í stað þess að vinna sérleið dagsins er hann rúmum 3mín á eftir besta tíma.

En hann er nú komin á síðasta séns því það segir í reglum um hraðakstur og sektir:

1-20km yfir = 30sek refsing + 100 evrur

21-40km yfir = 1mín refsins + 200 evrur

yfir 40km = 5mín + 300 evrur

Ef keppandi verður uppvís um að fá 3 hraðasektir fer málið fyrir sérdómstól sem getur vikið keppanda úr keppni.

 

En það var gaman að sjá hversu hraður hann var í dag og sá eini sem virtist eiga séns í hann var liðsfélaginn Paulo Goncalves(Honda), það verður spennandi að sjá hvort þetta heldur sér.

Kevin Benavides(Honda) keyrði hörkuvel og kom ekki nema 2sek á eftir Ruben. það eru innan við 6mín á milli 10 hröðustu menn í dag svo það er harka í gangi.

Við komuna í næturbúðir sagði Paulo Goncalves(Honda) "þetta var mín fyrsta maraþonraun og það með hröðum fyrri degi. Ég hjólað með Kevin Benavides(Honda) fram að eldsneytisstoppinu, svo gerði ég smá mistök og tapaði smá tíma á því.

Laia Sanz(KTM) kom að frakkanum Pele Renet(Husqvarna) þegar ekki voru nema 27km eftir af 429km sérleiðinni þar sem hann lá meðvitundarlaus eftir slæma byltu, veiti hún honum fyrstu hjálp og var hjá honum þar til sjúkraþyrla kom og sótti hann. Með þessum sjálfsagða verknaði tapaði hún 42mín og datt því úr 21 sæti í það 38 yfir heildina en keppnishaldarar eiga eftir að gefa út leiðréttingu þar sem svona á ekki að koma niður á tíma keppanda.

 

Staðan eftir dag 5 í mótorhjólaflokki er:

1. Paulo Goncalves(Honda)     10:35:17

2. Kevin Benavides(Honda)     +2:17mín

3. Joan Barreda(Honda)     +3:03mín

 

Halldór Sveinsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Dakar 2016, dagur 4 sviptingar á toppnum

D4 joan barredaLeiðin á þessum fjórða degi Dakar rallsins var milli Termas Rio Hondo til Jujuy. Þetta var frekar langur dagur þar sem sérleið dagsins var 314km og ferjuleiðar 350km, 664km í heildina.

 

Sérleiðin lá um fallegt fjallendi þar sem reyndi á færni keppenda því þessir þröngu fjallvegir voru sleipir á köflum en buðu samt uppá góða hraða og hentaði því vel hröðum hjólurum.

Virðist sem að þessar leiðar hafi hentað Hondunum best því þá átti engin roð í þær í dag. Toby Price(KTM) fór fyrstur af stað í dag eftir gott gengi í gær en strax á fyrsta tímutökuhliði hafði "rauði herinn" tekið framúr honum og átti hann ekki góðan dag, kom hann í mark í dag númer 36 rúmum 7mín á eftir fyrsta manni, er hann nú í níunda sæti yfir heildina tæpum 5mín á eftir. Sömu sögu má segja af Ruben Faria(Husqvarna) sem var annar af stað í morgun, varð hann að sæta sig við að koma 25 í mark og er hann því í áttunda sæti yfir heildina.

Maður dagsins var Joan Barreda(Honda) en hann var ræstur sjötti af stað en náði strax fljúgandi ferð og naut sín vel á leið dagsins, kom hann fyrstur í mark og vann þar með sinn 14 sérleiðarsigur í Dakar en fékk svo á sig 1mín refsingu sem færði hann niður í 5 sæti í dag og það 3ja yfir heildina.

Argentínumaðurinn Kevin Benavides(Honda) sem er hér í sínu fyrsta Dakar ralli sýndi frábæra takta í dag og vann sinn fyrsta sérleiðarsigur eftir að refsing hafði verið reiknuð á Joan Barreda(Honda), flottur árangur í fyrsta Dakar.

Frakkinn Antoine Meo(KTM) sem einnig er í sínu fyrsta Dakar ralli hélt upp merkjum KTM manna með því að klára í 3ja sæti í dag en hann er engin nýgræðingur í enduro, fimmfaldur heimsmeistari í sportinu, náði hann að hífa sig upp um 13 sæti yfir heildina og er nú í 12 sæti.

D4 Laia Sanz

En það eru einnig konur í Dakar, má það nefna Laia Sanz(KTM) en hún er margfaldur trial og enduromeistari á Spáni, í Dakar 2015 lauk hún keppni í 9 sæti og er það besti árangur konu í Dakar frá upphafi. Kom hún í mark í dag 18 og er nú í 21 sæti yfir heildina. Það má geta að ekki munar nema 5mín á milli 1 og 10 sætis og þetta er rétt að byrja.

 

Eftir daginn var talað við Joan Barreda(Honda) "dagurinn í dag var frábær, sérstaklega miðað við gærdaginn þar sem það er alltaf erfiðast að opna leiðina. Í dag var ég sjötti af stað og það er betra, ég var mjög einbeittur og hélt góðum hraða, leiðin einföld, þröng svo það var ekkert mál að fylgja réttri leið. Mér finnst það skipta miklu máli að vera með þeim fremstu þegar það kemur að erfðiu leiðunum."

Kevin Benavides(Honda) hafði þetta að segja "leiðin í dag átti vel við mig. Ég er mjög sáttur við hjólið og gengur vel að fylgja leiðinni. Ég fýla líka rigninguna, grjótið og fjöllinn, allt þetta á vel við mig og mér líður vel. Ég er bjartsýnn með framhaldið en tek einn dag í einu."

Toby Price(KTM) sagði eftir daginn "dagurinn í dag hefði átt að vera góður til að vera fyrstur af stað en það var svo mikið af fólki og dýrum á leiðinni og munaði litlu nokkrum sinnum að ég hjólaði á fólk svo ég dró aðeins úr hraðanum, stillti meira á öryggið en hraðann. Þetta er rétt að byrja svo það er nóg eftir, nægur tími til að vinna sig upp. 5 til 6mín í fyrsta mann svona snemma skiptir ekki miklu máli, allt getur gerst og ég held mig framanlega. Ég verð að halda einbeittingu og pressa smátt og smátt og þannig færist maður ofar.

 

Staðan eftir dag 4 í mótorhjólaflokki er:

1. Stefan Svitko(KTM)     6:27:04

2. Kevin Benavides(Honda)     +34sek

3. Joan Barreda(Honda)     +46sek

 

D4 CaselliÞað var hörku barátta í fjórhjólaflokki milli tveggja efstu manna þar þeirra Brian Baragwanath(Yamaha) og Ignacio Casale(Yamaha).

Fór það svo að Brian Baragwanath(Yamaha) kom 4sek á undan í mark en það dugir hinum ekki því Ignacio Casale(Yamaha) er ennþá tæpum 3mín á undan yfir heildina en þessi barátta lofar góðu.

Brian Baragwanath(Yamaha) sem keppti fyrst í Dakar í fyrra en datt út á öðrum degi sagði eftir daginn "þetta er frábært, fyrsti sérleiðasigur minn og það er góður árangur en sérleiðasigur vinnur ekki rallið en góð byrjun. Hjólið er að virka vel og vonandi helst það þannig áfram. Það eru margir sem vilja vinna rallið svo það verður að halda einbeittingu, í fyrra datt ég út strax í byrjun og það var ansi súrt að ná ekki einu sinni að klára eina sérleið. En það er að baki, núna einbeiti ég mér að þessu ralli, gæta þess að rata og ekki fá neina sektir eða refsingar og ekki gera mistök."

Ignacio Casale(Yamaha) hafi þetta að segja "það var ansi mikið ryk í dag svo ég ákvað að slá aðeins af til að hlífa hjólinu því á morgun verður maraþonleið. Í gær vann ég, í dag í öðru sæti svo þetta er allt á góðu róli. Ég held bara mínum hraða og forðast vandræði. Ég var búin að ákveða að taka þetta Dakar meira á taktík og af meiri yfirvegun en oft áður. Ég vona að ég uppskeri eftir því. Ég stefni á að vera í topp 3 og vonandi gengur það eftir, það gengur allt vel núna og ef ég vinn þá er það dásamlegt."

 

Staðan eftir dag 4 í fjórhjólaflokki er:

1.Ignacio Casale(Yamaha)     7:01:40

2. Brian Baragwanath(Yamaha)     +2:56mín

3. Marcelo Medeiros(Yamaha)     +7:58mín

 

Halldór Sveinsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Dakar 2016, dagur 3 loksins keppnisdagur.

D3 Toby PriceLoksins á þriðja degi Dakar rallsins hófst keppnin fyrir alvöru og hófst í góðri leið.

 

Leiðin í dag var ekki flókin né erfið, nokkuð hröð en reyndi ekki mikið á rötun og því góð til að hrista keppendur vel í gang.

Það var Ástralinn Toby Price(KTM) sem sýndi góðan akstur í dag og vann sinn annan sérleiðarsigur í Dakar en Portúgalinn Rubin Faria(Husqvarna) hékk vel í honum og kom annar í mark einungis 2sek á eftir honum. Reyndar var hann í forustu bróðurpartinn í dag og á tímabili samsíða Joan Barreda(Honda) þrátt fyrir að hann hafi farið 3mín fyrr af stað

Toby Price(KTM) kemur mjög einbeittur í þetta rall en hann keppti fyrst í Dakar 2015 og endaði í þriðja sæti og er harður á að gera betur núna og það kítlar hann eins og fleiri að ná no.1 þar sem engin er með það núna.

Paulo Goncalves(Honda) sem endaði í öðru sæti Dakar 2015 en ætlar sér sigur í ár er fegin því hvað það hefur gengið brösulega að koma rallinu í gang þar sem rafmagnsbilanir hafa hrjáð hann, var hann t.d dregin megnið af leiðinni í gær, sagði hann "ef ekki hefði komið til frestunar á leiðinni þá væri ég búin að tapa rallinu. Á fyrsta degi þurfti í að stoppa 4 sinnum á þessum 11km, í gær fór hjólið að láta illa eftir 90km en ég var með aðstoðarbíl sem byrjaði strax að draga mig að sérleiðinni en það var ekki búið að slá sérleiðina út þá, þegar við komum þangað sáum við að það var smá tími og fórum á fullt að reyna finna útúr þessu en svo kom frétt um að sérleiðin væri felld niður svo ég var dregin restina, ekki alveg eins og ég vildi hafa það því það tekur á að vera dreginn svona langt í hellirigningu. En ég er sáttur við daginn í dag, kom inn í sjötta sæti rétt um 3mín á eftir Toby."

 

En eftir daginn náðist í kappana og sagði Toby Price(KTM) þetta "það gekk allt vel í dag,gærdagurinn var skrítin, hjóla alla ferjuleiðina og fá svo að vita við sérleiðina að hún yrði felld niður svo það var ansi löng keyrsla í hellirigningu. En núna er þetta byrjað fyrir alvöru, fín leið, vel merkt og hröð, morgundagurinn lítur svipað út en svo fer þetta að verða erfiðara. Það var ansi mikil drulla á köflum í dag svo hjólið fær góðan þvott og yfirferð fyrir morgundaginn. Mér líður mjög vel og stefni á sigur eins og við öll reikna ég með en það er mikið eftir."

Rubin Faria(Husqvarna) sagði "dagurinn í gær var erfiður, hjóla í grenjandi rigningu 540km tekur á. Í dag var ég annar af stað á eftir Joan Barreda(Honda) en ég náði honum fljótt og hélt svo góðum hraða. Ég veit ekki hvað gerðist hjá honum en leiðin í dag var góð. Ég hef góða tilfinningu fyrir hjólinu og það er í toppstandi en þetta er bara byrjunin en ég er í góðum gír."

Joan Barreda(Honda) hafði þetta að segja "dagurinn í dag var erfiður, ég var fyrstur af stað og það voru ýmsar hættur á leiðinni og fullt af dýrum inná henni líka. Svo ég tók þetta af öruggi, stuttu eftir eldneytisstoppið lenti í smá basli, festi mig tvisvar eða þrisvar og svo var svo sleipt, Rubin Faria(Husqvarna) sem var á góðum hraða birtist þarna og ég ákvað að hjóla með honum restina."

 

Staðan eftir dag 3 í mótorhjólaflokki er:

1. Toby Price(KTM)     3:46:24

2. Rubin Faria(Husqvarna)     +1:20mín(1mín refsing)

3. Alain Duclos(Sherco)      +1:51mín

 

D3 IgnacioÍ fjórhjólaflokki var það Ignacio Casale(Yamaha) sem bar höfuð og herðar yfir aðra í dag enda á hann harma að hefna frá því í fyrra þar sem hann datt út á 10 leið enda mætti hann hálfslaðaður í Dakar 2015. Kom hann næstum 4 mín á undan næsta manni í mark. Annar í mark var svo hálfgerður nýliði Brian Baragwanath(Yamaha) en hann keppti fyrst 2015 en datt út á annari sérleið. Meistarinn frá því 2015 Rafal Sonik((Yamaha) skilaði sér ekki í nema sjötta sæti í dag rúmum 6mín á eftir fyrsta manni.

Þegar Ignacio Casale(Yamaha) kom í mark sagði hann þetta "ég er mjög hamingjusamur, þetta var góður dagur. Ég er einbeittur og hjólið stóð sig vel í dag, við erum orðin eitt. Þessi mikla þjálfun síðustu mánuði eru að skila sér vel. Leiðin í dag var þægileg og gekk út á að taka enga áhættu en þetta er einungis að byrja og við tökum þetta bara dag fyrir dag. Ég vona bara að formið mitt og hjólið haldi þetta út, ég stefni á að klára í efstu þrem sætunum."

Staðan eftir dag 3 í fjórhjólaflokki er:

1. Ignacio Casale(Yamaha)     4:18:01

2. Brian Baragwanath(Yamaha)     +4mín

3. Alejandro Patronelli(Yamaha)     +4:06mín

Dakar 2016, dagur 2 leið dagsins slegin af vegna veðurs.

D2 blautÞað er ekki hægt að segja að Dakar rallið 2016 fari vel af stað.

 

Slys á fyrsta degi og leið dags tvö er víða eins og stórfljót. Veðurspáin sagði mikil rigning og hefur það alveg staðist og heldur meira en spáð var, eftir að skipuleggjendur voru búnir að fresta startinu þrisvar í morgun var leiðin slegin af og breytt í ferjuleið til Villa Carlos Paz svo keppendur keyra hana sem ferjuleið vegna þessa.

 

Að hætta við dagleið í svona stóru ralli er ekki gert nema skipuleggjendur geti ekki tryggt öryggi keppenda og þó það stytti aðeins upp þá var svo lágskýjað að þyrlurnar gátu ekki flogið og það réði úslitum um að slá leiðina út. Það fréttist að einhverjar tímastöðvar hefðu skolast burt í vatnsflaumnum.

 

Það er vonandi að dagur þrjú gangi betur en þá liggur leiðin frá Villa Carlos Paz til Termas Rio Hondo, sérleiðin er 450km fyrir mótorhjól og fjórhjól en svo er ekki alveg sama ferjuleið, fjórhjólin fara sömuleið og bílaflotinn eða um 336km en mótorhjólin fara 316km.

Leið dagsins er ekki erfið sem slík og ættu flestir að geta haldið góðum dampi en helst að árnar séu svolítið vatnsmiklar en ættu ekki að verða teljandi farartálmi samt.

 

Halldór Sveinsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Dakar 2016, dagur 1 léttur en ákvarðar rásröðina.

D1 Joan BarredaÞessi fyrsti dagur Dakar 2016 átti að vera stuttur og léttur, fyrst óku keppendur í gegnum Technopolis sem er 50 hektara stórt svæði þar sem helstu tækni-, vísinda- og iðnaðaruppgötvanir Suður Ameríku eru til sýnis.

Eftir það er haldið inná 11km langa sýningarsérleið og er hugsuð sem síðasti séns fyrir keppendur til að prófa og stilla tækin sín og einnig er þetta það sem raðar keppendum í rásröð svo það eins gott að þessi stutta leið gangi upp. Er dagurinn settur upp að neðstu menn í rásnúmerum byrja og þeir með lægstu númerin fara síðastir af stað, er þetta fyrirkomulag einnig notað á síðasta degi rallsins.

 

En það varð að stytta leið dagsins eftir að Guo Meiling(Mini) sem er fyrsta kínverska konan til að taka þátt í Dakar missti stjórn á bílnum eftir rúma 6km og ók í gegnum girðingar og inní áhorfendaskarann, minnsta kosti 8 eru slasaðir og þar af 3 alvarlega. Voru strax sendar 4 sjúkraþyrlur, 3 læknabílar á vegum rallsins og 8 sjúkrarbílar, eftir skoðun var ákveðið að leiðin myndi bara teljast sem ferjuleið.

 

Úrslit dagsins og þar með rásröð morgundagsins í mótorhjólaflokki er sú að Joan Barreda(Honda) átti besta tíma dagsins og reyndar á sama tíma var Ruben Faria(Husqvarna), Paulo Gongalves(Honda) sem er með rásnúmer 2 eftir að hafa klárað í öðru sæti í Dakar 2015 átti vondan dag, varð hann að stoppa margoft vegna einhverra bilana í hjólinu og kom í mark í 49 sæti en samt ekki nema 1 mín á eftir fyrstu mönnum.

 

Í fjórhjólaflokki voru kunnuleg nöfn sem raða sér í efstu sætin, sigurverari frá Dakar 2014 Ignacio Casela(Yamaha) átti besta tíma dagsins, 5 sek seinna kom svo Marcos Patronelli(Yamaha) og Pablo Copetti(Yamaha) 2 sek eftir honum.

Á morgun er fyrsti alvöru dagurinn, liggur leiðin frá Buenos Aires/Rosario til Villa Carlos Paz um 650km leið og þar af eru hjólin á 227km sérleið, fyrsti hluti leiðarinar getur orðin ansi erfiður ef veðurspá dagsins gengur eftir en spáð er mikilli rigningu. Við sjáum hvað setur.

 

Halldór Sveinsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.