Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Allar fréttir

Hvíldardagurinn búin, Dakar heldur áfram dagur 10

D10 MeoNúna hafa keppendur fengið sinn kærkomna hvíldardag og það getur skipt sköpum, sérstaklega fyrir þá sem eru að keppa einir eða án stuðningsliðs. Fá þeir þarna aukadag til að dytta að hjólunum og svo auðvitað að safna smá orku fyrir seinni vikuna sem getur oft á tíðum verið erfiðari.

Leið dagsins sem er 8 keppnisdagurinn liggur frá Salta til Belen, er hún 767km og þar af 394km á sérleiðum sem eru tvískiptar og núna er komið að sandöldunum. Í sandinum reynir mikið á keppendur, bæði er hann erfiðari yfirferðar og svo er mikil hætta á að villast í víðáttunni.

 

Það var Antoine Meo(KTM) sem fór fyrstur af stað í dag eftir um 40mín seinkun vegna umferðarteppu. En það getur verið vont að vera fyrstur og leggja línurnar, fór það svo að hann að hann villtist af leið í sandinum og tapaði nokkrum tíma við það, en það hefði líka geta farið verr en hann er í 6 sæti yfir heildina eftir daginn í dag.

Toby Price(KTM) átti ekki góðan dag á fyrri hluta sérleiðarinnar og var með 3 besta tíma en þegar hann kom á seinni hlutann virtist hann njóta sín vel í sandinum og kom á besta tímanum dagsins og vann þar með sinn 8 sérleiðasigur í Dakar, náði þar með forustu í heildina.

Forustu maður rallsins í gær Paulo Goncalves(Honda) tók sæma byltu á seinni sérleiðinni í dag en slapp með skrekkinn, hægt að sjá myndband hér af henni. En við byltuna skemmdist leiðsögubúnaðurinn á hjólinu en þrátt fyrir þetta þá tapaði hann ekki miklum tíma. Kom hann 2 í mark í dag og er í 2 sæti yfir heildina, frábær árangur.

Stefan Svitko(KTM) heldur ennþá 3ja sæti.

 

Paulo Goncalves(Honda) sagði þetta eftir daginn " ég var rétt hálfnaður með seinni sérleiðina og það voru svo miklar úppsur og endaði með því að ég féll, ég var heppin að slasast ekki og hjólið slapp að mestur, brotnaði toppurinn á leiðsögubúnaðinum og í restina þurfti ég að hægja á mér og reyna hengja þetta saman án þess að skemma kaplana í búnaðinn. En ég er hamingjusamur með að hafa komast í mark, tapaði vissulega smá tíma en líka heppin að þetta gerðsit í dag en ekki á morgun því þá byrjar seinni maraþonhlutinn."

 

Toby Price(KTM) hafði þetta að segja "þetta er aldrei alveg fullkomið, ég var heppinn nokkrum sinnum eftir nokkur smá misstök en slapp. Ég var fegin að fara ekki fyrstur inná þessa leið, ekki viss um að ég væri í þessari stöðu. Ég er mjög sáttur við daginn og stöðuna, baráttan við Paulo Goncalves(Honda) er skemmtilegt, mjótt á milli okkar dag frá degi. Hann er öflugur keppinautur og er klárari en ég í rötun en ég geri eins og ég get og held mér í fremstu röð. Þetta er vissulega mikil pressa en um leið og ég er komin uppá hjólið þá er einbeitingin í að klára daginn vel. Á morgun byrjar svo seinna maraþonið svo þá má ekkert klikka, vonandi gengur það vel."

 

Staðan á degi 10 í mótorhjólaflokki er:

1. Toby Price(KTM)     27:28:56

2. Paulo Goncalves(Honda)     +2:05mín

3. Stefan Svitko(KTM)     14:14mín

 

D10 patrolnelliÍ fjórhjólaflokki stefnir þetta í bræðraslag þar sem þeir Patrolnelli bræður eru að stinga aðra keppendur af, Marcos Patrolnelli(Yamaha) kom rúmum 5 mín á undan bróður sínum Alejandri Patrolnelli(Yahama) og Alexis Hernandez(Yamaha) kom svo rúmum 9mín eftir 1 manni.

Virðist sem að þeir bræður séu í sérflokki þar sem ekki munar nema 2mín á milli þeirra en svo kemur 3maður yfir heildina 32mín seinna og sá 4 er 43mín frá fyrsta manni.

 

Staðan á degi 10 í fjórhjólaflokki er:

1. Marcos Patrolnelli(Yamaha)     32:47:25

2. Alejandri Patrolnelli(Yahama)     +2:06mín

3. Alexis Hernandez(Yamaha)     +32:50mín

 

Halldór Sveinsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Dakar 2016, dagur 8 það gekk á ýmsu í dag.

D8 Pablo

Leið þessa síðasta dags fyrir hvíldardag lá frá Uyuni til Salta, 481km ferjuleið og svo tvískipt sérleið um 336km. Leið dagsins er frekar seinfarin, mikið um ár á leiðinni en svo gerðist það að veðrið fór að trufla aftur. Eftir að keppendur kláruðu fyrrihluta sérleiðar hjóluðu þeir yfir landamærinn að næstu sérleið en þegar þangað kom var komið þrumuveður sem varð svo slæmt að seinnihluti leiðarinar var slegin af þ.e.a.s fyrir  mótor- og fjórhjól, aðrir voru látnir klára sérleiðina.

 

Matthias Walkner(KTM) féll illa í dag um 15km inná leiðinni og var talið að hann hafið viðbeinsbrotnað en það kom svo í ljós að hann var lærbrotin. Paulo Goncalves(Honda) kom að honum og setti strax í gang búnað til að óska eftir aðstoð og hlúði að honum þar til Pablo Quintanilla(Husqvarna) kom og leysti hann af þar til sjúkralið kom. Hann beið hjá honum í 11mín sem voru svo dregnar af tímanum hans í dag. Slysið hægði einnig á öðrum hjólurum þar sem flestir stoppuðu til að kanna hvort allt væri í lagi, þetta er Dakarvenja.

Hér má sjá myndband þar sem hann stoppar og hlúir að honum Þetta er slæmt fyrir Matthias þar sem hann var komin í 3ja í sæti í gær.

 

En það vakti furðu að Joan Barreda Bort(Honda) mætti ekki á tilsettum tíma í rásmark en hann kom lang síðastur í mark í gær eftir bilun í hjólinu. Kom á daginn að hann var dottin úr keppni.

Sigurvegari gærdagsins Toby Price(KTM) var mjög hraður framan af degi en svo dró aðeins úr hraðanum og kom hann 5 í mark rúmum 4 mín á eftir Antoine Meo(KTM) sem átti flottan dag eftir smá vesen með í gærdag þar sem hann fór aðeins útaf leiðinni.

Antoine Meo(KTM) var að vonum rosalega ánægður með þennan fyrsta sérleiðarsigur í sínu fyrsta Dakar, sagði hann þetta "fyrsti hlutinn í dag var erfiður, sólin blindaði mig svo ég sá illa hvert ég var að fara en svo fór þetta að ganga betur. Jarðvegurinn var rakur svo það var nánast ekkert ryk, ég náði 2 keppendum, hélt góðum hraða og allt gekk upp. Ég er svo að detta í Dakar gírinn og ég stefndi á topp 10 og vona að það gangi."

 

Paulo Goncalves(Honda) sagði þetta eftir daginn "í byrjun sérleiðarinnar stoppaði ég hjá Matthias Walkner(KTM) eftir að hann hafði dottið illa, ég kallaði á hjálp og var hjá honum þar til Pablo Quintanilla(Husqvarna) kom og rak mig af stað. Þessi fyrri hluti reyndi talsvert á rötun en svo opnaðist þetta og varð þægilegra. Á seinni hluta sérleiðarinnar rigndi eldi og brennisteini að mér leist bara ekki á blikuna, það lá við að það snjóaði. Það létti reyndar aðeins til í restina. Ég er nokkuð sáttur við daginn og í raun þessa fyrri viku, stefni á að ná seinni vikunni svona líka en hún verður erfiðari."

 

Staðan á degi 8 í mótorhjólaflokki er:

1. Paulo Goncalves(Honda)     22:52:30

2. Toby Price(KTM)     +3:12mín

3. Stefan Svitko(KTM)     +9:24mín

 

D8 AlejandroSökum þess að seinni hluti sérleiðarinnar var felldur út voru úrslit dagsins í fjórhjólaflokki aðeins frábrugðin þessu sem við erum að venjast, það var Argentínumaðurinn Lucas Bonetto(Honda) sem sigraði í dag, kom hann 29sek á undan landa sínum Pablo Copetti(Yamaha) en þetta breytti ekkert stöðunni á toppnum. Þeir Patrolnelli bræður sitja fastir þar.

 

Staðan á degi 8 í fjórhjólaflokki er:

1. Alejandro Patronelli(Yamaha)     27:01:37

2. Marcos Patrolnelli(Yamaha)     +3:36mín

3. Sergey Karyakin(Yamaha)     +7:51

 

Halldór Sveinsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

vegna þess að seinni hluti sérleiðarinnar var felldur út.

Frábær fjórhjólaferð á Skjaldbreið

skjaldbreid01Það fer alltof lítið fyrir fjórhjólunum hjá okkur í félaginu en þar er heilmikið að gerast og þá sérstaklega á veturnar.

 

Þann annan janúar skrapp Kristján Már ásamt félögum í nýársferð á Skjaldbreið á tveimur beltahjólum og einum vélsleða. Færið var mjög þungt, djúpu og mikill púðursnjór.

Nokkrir jeppar ætluðu að hitta okkur en snéru við þar sem þeim miðaði allt of hægt. Okkur gekk afturá móti þokkalega og komumst við á toppinn á skjaldbreið en faratækið sem ætlað er í þessar aðstæður vélsleðinn sem er tveggja manna var í vandræðum, festist og komst ekki upp og endaði með að verða dregin af beltahjóli á toppinn.

 

Þegar við komum niður mættum við einum jeppa á bólakafi í púðri og þrju fjórhjól sem voru í vandræðum að drífa og urðu að keyra í förunum af jeppanum. Á heimleiðinni langaði mig að fara yfir heiðnia og kíkja aðeins á Glym.

 

Frábær ferð og klárt mál að þessar beltagræjur eru að sanna sig við svona erfiðar aðstæður.

 

Fleiri myndir úr ferðinni má sjá hér

 

 

 

skjaldbreid02 skjaldbreid03

Dakar 2016, dagur 7 Toby Price á fullri ferð

D7 TobyLengsti dagur Dakar 2016 var í dag, 722km og þar af var sérleiðin heilir 542km. Leiðin er einskonar hringur, hefst í Uyuni og endar þar líka en í millitíðinni hjóla keppendur í 3500m hæð yfir sjávarmáli og uppí 4200m og háði það mörgum, höfuðverkur og erfitt að halda fókus þannig. Undirlagið er til skiptis grjót og sandur, miklar brekkur og dalir á milli. Erfiður dagur fyrir alla.

 

Toby Price(KTM) virðist vera komin í fljúgandi gír, vann hann sinn 3ja sérleiðarsigur í dag en Paulo Goncalves(Honda) er einnig á góðum dampi og voru þeir lengi vel samferða í dag ásamt Matthias Walker(KTM) sem átti einnig frábæran  en undir lokin skaut Toby Price(KTM) aðeins frammúr og með sigri náði hann að minnka forskotið um rúma mín, munar ekki nema 35sek á þeim núna.

Paulo Goncalves(Honda) heldur samt forustu yfir heildina en munurinn minnkar með hverjum degi. Liðsfélagi hans Joan Barreda Bort(Honda) sem var í 4sæti yfir heildina fyrir þennan dag.er aftur á móti í miklu basli og kom síðastu í mark í dag, næstum 5klst á eftir vegna þrálátra bilana í hjólinu. Það er vonandi eitthvað sem þeir ná að laga í kvöld því það væri mikill missir ef hann dytti út en vonir hans um toppsæti þetta árið eru líklega úr sögunni.

En það voru ekki allir sem komust í mark í dag, heilmikil afföll voru í dag. Af þeim 124 hjólum sem fóru af stað í morgun skiluðu sér 110 í mark, Ruben Faria(Husqvarna) datt og og braut á sér úlnlið.

 

Við komuna í mark sagði Toby Price(KTM) þetta "þetta var ekki slæmur dagur, í raun frábær dagur. Ég var með forustu í allan dag, lagði línurnar og það er góð tilfinning. Það leit samt ekki vel út í byrjun hjá mér, eftir ca.22km var beljuhópur fastur á veginum svo ég reyndi að troða mér frammhjá, þá náði ein þeirra að stökkva uppúr og beint í veg fyrir mig svo ég hjólaði á hana. En ég slapp með skrekkinn og einbeitti mér vel það sem eftir var enda var leiðin ekki alltaf augljós svo það mátti ekki mikið klikka. Það gengur allt vel eins og er og vonandi heldur þetta svona áfram. Það er ennþá langt í land og hörkubarátta sem verður vonandi til enda. Hraðinn þessa fyrri viku hefur verið frekar mikill, spurning hvað það endist. En svo er það nú oft þannig að seinni vikan getur verið erfiðari, sérstaklega fyrir hjólin, það eru þessi litlu atriði sem þarf að passa vel."

 

Forustumaður rallsins Paulo Goncalves(Honda) sagði "dagurinn í dag var langur og erfiður, ég þjáðist af höfuðverk vegna hæðarinnar og það truflaði einbeitinguna. Ég reyndi eins og ég gat í dag, það heppnaðist að mestu, ég skilaði mér í mark á góðum tíma og held ennþá forustu. Hjólið er í toppstandi en ég þarf að hvílast núna svo ég verði fullfrískur á morgun. Mér fannst leiðin í dag skemmtileg en þetta á eftir að verða erfiðara, bæði fyrir menn og tæki. Ég er ekki búin að heyra hvað gerðist hjá Joan Barreda Bort(Honda) og vont að missa hann úr toppbaráttunni, einnig frétti ég af slysingu hjá Ruben Faria(Husqvarna). En þrátt fyrir þetta þá eru við líklega um 6-8 sem erum að berjast á toppnum núna."

 

Staðan eftir dag 7 í mótorhjólaflokki er:

1. Paulo Goncalves(Honda)     20:23:07

2. Toby Price(KTM)     +35sek

3. Matthias Walker(KTM)     +2:50mín

 

D7 PatronelliÍ fjórhjólaflokki erum það Patrolnelli bræður sem eru á toppnum og ekki í fyrsta skipti, þeir hafa báðir unnið Dakar 2svar svo þeir eru ekki neinir nýgræðingar í Dakar.

Fór dagurinn svo að Marcos Patrolnelli(Yamaha) kom næstum 7mín á undan bróður sínum en það dugir honum samt ekki að komast uppfyrir, er hann ennþá næstum 3mín á eftir.

Sergei Karyakin(Yamaha) fylgir svo í humátt en svo er langt í 4 mann.

 

 

Staðan eftir dag 7 í fjórhjólaflokki er:

1. Alejandro Patrolnelli(Yamaha)     24:01:27

2. Marcos Patrolnelli(Yamaha)     +2:48mín

3. Sergei Karyakin(Yamaha)     +6:39mín

 

Halldór Sveinsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Dakar 2016, dagur 6 seinni dagur maraþons.

D6 PauloDagurinn í dag var seinni dagur maraþonsleiðarinnar og lá frá Jujuy til Uyuni. heildarlengd dagsins var 641km og þar af 327km á sérleið, hún var strembin að mörgu leyti. Til að byrja með þá verða keppendur að gæta betur að hjólum sínum þar sem ekki var nein viðgerð í gærkvöldi, einnig liggur leiðin ansi hátt, hæðst í 4600m hæð yfir sjávarmáli og það eitt og sér getur valdið keppendum erfiðleikum, svo er hún einnig strembin vegna villuslóða víðsvegar svo það varð að einbeita sér vel að rötun.

 

Á sínu 3ja Dakar er Toby Price(KTM) að komast í gang aftur, hann náði strax forustu í dag og hélt henni allan tíma en það dugir honum samt ekki lengra en í 3ja sæti yfir heildina ennþá. Antoine Meo(KTM) átti einnig frábæran dag, hann er hér í sínu fyrsta Dakar en sem 5 faldur heimsmeistari í enduro er hann vanur mikilli pressu og er að sýna að hann lærir hratt á Dakar ferlið. Ekki svo langt á eftir komu þeir Stefan Svitko(KTM) og Matthias Walker(KTM) svo það voru KTM hjól sem röðuðu sér í fyrstu 4 sætin í dag.

Þetta stokkar aðeins upp heildarstöðuna en svona verður þetta líklega eitthvað áfram, línur fara yfirleitt ekki að skýrast fyrr en á seinni viku Dakar.

Það er samt gaman að sjá 10 hröðustu í dag eru á 5 mismunandi tegundum hjóla, þarna sjáum við KTM, Honda, Husqvarna, Yamaha og Sherco.

 

Það má einnig geta þess að skipuleggjendur rallsins leiðréttu tímann hjá Laia Sanz(KTM) eftir að hún stoppaði hjá slösuðum keppanda í gær, sást á GPS tækinu hennar að hún hefði verið stopp hjá honum í 35mín og drógu þeir þann tíma af henni. Var hún því í 19 sæti þegar hún lagði af stað í morgun.

Paulo Goncalves(Honda) kom 12 í mark næstum 9mín á eftir fyrsta manni en hann nær samt að halda forustu í heildina tæpum 2 mín á undan Stefan Svitko(KTM) og Toby Price(KTM).

 

Toby Price(KTM) sagði eftir daginn "þetta maraþon var án vafa nokkuð erfitt. dagurinn í dag var soldið varasamur varðandi rötun en ég einbeitti mér vel að halda góðum hraða. Fljótlega náði ég fremstu mönnum en varð að hjóla um tíma í rykinu frá þeim og gerði nokkur smá mistök vegna þess. En síðustu 30-40km var leiðin svo breið að þar gat maður gefið hressilega inn en á móti þá varð maður að gæta þess að fara ekki villu vegar. Ég er mjög sáttur við hjólið, það klikkaði ekkert. Það er langur dagur á morgun líka."

 

Paulo Goncalves(Honda) hafði svo þetta að segja "þetta var mjög erfiður maraþon kafli, gærdagurinn var langur og svo aftur í dag og það var ekki að fara vel í mig þessi mikla hæð. Búin að þjást af miklum höfuðverk í allan dag. Það var ekki að hjálpa mér seinnipartinn í dag þegar ég varð að einbeita mér að rötum þar sem það var auðvelt að villast. En það er allt að ganga mjög vel núna, hjólið er að standa sig frábærlega og allt HRC liðið. Morgundagurinn verður langur og erfiður svo það er eins gott að ná góðri hvíld."

 

Staðan eftir dag 6 í mótorhjólaflokki er:

1. Paulo Goncalves(Honda)     14:30:07

2. Stefan Svitko(KTM)     +1:45mín

3. Toby Price(KTM)     +1:47mín

 

D6 fjorhjolÍ fjórhjólaflokki voru mikil afföll í dag, bæði vegna bilana og óhappa. Þar á meðan var sigurvegari síðasta árs pólverjinn Rafal Sonik(Yamaha) og sigurvegari Dakar 2014 Ignacio Casale(Yamaha).

Er mikill missir af þeim en það koma aðrir í staðinn og baráttan hjá þeim er ekkert minni og sigurvegari dagsins Alexis Hernandez(Yamaha) grætur það örugglega ekki.

Það eru því ný nöfn sem tróna á toppi í fjórhjólaflokki núna.

 

Staðan eftir dag 6 í fjórhjólaflokki er:

1. Sergei Karyakin(Yamaha)     16:55:26

2. Alexis Hernandez(Yamaha)     +4:55mín

3. Alejandre Patronelli(Yamaha)     5:43mín

 

Halldór Sveinsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.