Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Ískaldur túr í Grímsvötn á beltahjólum

GrimsvötnÞeir slá ekki slöku við félagarnir sem eru komnir með belti undir fjórhjólin sín og nú í vikunni ákváðu þeir að nýta sér þetta frábæra vetrarveður til þess að skreppa innað Grímsvötnum.

 

Voru þeir á 3 beltahjólum og lá leiðin í Jökulheima og þaðan uppí Grímsvatnaskála, tók sú ferð um 4 tíma. Gistu þeir í skálanum en þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir þá gekk ekki að koma gufubaðinu í gang þar.

 

Dagin eftir var haldið niður að Grímsvötnum og skoðað vel þar enda mikil paradís þar, vildi svo vel til að þegar við komum þar niður að það létti til en það hafði verið skafrenningur frá því um kvöldið og kuldinn var mínus 20 gráður.

Frá Grímsvötnum fórum við niður jökulinn að Pálsfjalli og niður með Langasjó sunnan megin. Þræddum við okkum með fjöllunum og yfir mörg frosin vötn.

Hádegismatur var svo tekin á Langasjó við flotta eyju. Áfram var svo haldið innað Sveinstindi og að skálanum Örk og skoðuðum við Lónakvísl. Áfram yfir Tungná hjá Slakka og Ónýtafelli, meðfram Nýjavatni og uppá Vatnaöldur og Skyggni.

Þaðan tókum við svo styðstu leið innað Blautukvíslum þar sem bílarnir voru.

 

Mjög skemmtilegur skreppur, færið heilt yfir mjög gott þessa rétt 250km leið en slatti af bensíni sem fór í skreppin, svo er bara að skipuleggja næstu ferð sem fyrst.

Myndir úr ferðinni má sjá hér