Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Beltagengið óstöðvandi í snjónum

beltahjolFjórhjólafólki á beltum fjölgar enda ekki skrítið þar sem nýjir ferðamöguleikar galopnast með þessu móti.

 

Síðustu helgi var frábær veðurspá og ákveðið að fara á Króksleið og Tindfjöll. Fimm beltahjól mættu í Fljótshlíðina í blíðskapaveðri, ferðinni var heitið inn að Krók.

Við höfðum ekki farið þessa leið áður að vetri til vegna þess að það er mikið af lækjum, giljum, hólum og hæðum á þessu svæði. En á beltunum var þetta bara gaman. Sumir lækirninr voru erfiðir, mjög djúpir með háum bökkum en við fundum snjóbrýr yfir þá flesta. Við fórum inn að Hungurfit og inn á fjallabak syðra með smá útidúrum í fjallshlíðum. Þaðan styttum við okkur leið upp á Tindfjöll.

Þræddum við brekkurnar upp á topp en þar stoppuðum við einungis örfáum metrum frá toppnum Ýmir. Svo gengu tveir gallvaskir upp meðan hinir horðu á og tóku myndir. Við fórum svo niður smá gil á leiðinni heim en lentum í smá hliðarhalla en beltin leystu vel úr því.

Langur og skemmtilegur Laugardagur, þessi hringur var um 120 km. og tók aðeins meira bensín en venjulega vegna færðar.

 
Hægt er að skoða myndir úr ferðinni hér