Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Fjórhjól á Snæfellsjökul.

stjani snaefellsjokullUm síðustu helgi var skroppið á Snæfellsjökul. Var farið á 2 fjórhjól, annað þeirra á beltum.

 

Fljótlega kom í ljós að færið var erfitt og þungt, þunn skel og laus snjór undir. Það var því áhveðið að skilja hjólið með dekkjum á eftir í ca 300m hæð.

Við fórum svo tvö saman á beltahjólinu upp mjög brattar brekkur. Beltin eru að sanna sig og erum við mjög ánægð með þau, bæði öruggari í brekkum, hliðarhalla og svo drífa þau allt. Við komumst upp á topp sunnan við skíðalyfturnar sem er ekki hefbundin leið, vorum ca. 4 tíma með alla ferðina.

Til þess að komast alveg á toppinn þá þurfti smá ísklifur og þá var komin svarta þoka. Næsta dag var mun betra veður svo við fórum aftur á einu hjóli. Nú gekk það miklu betur og vorum við mun fljótari upp. Aftur var komin þoka á toppinn en við fórum í smá ísklifur á svokölluðum Þríhyrningi og svo aftur á Þúfutoppinn.

 

Frábær ferð í góðu veðri og er þetta klárlega svæði sem ég þarf að rannsaka mun betur.

 

Myndir úr ferðinni má sjá hér