Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Dakar 2016, dagur 14. Næstsíðasti og sá lengsti.

Leiðin í dag sem er sú lengsta í rallinu þetta árið og það á næstsíðasta degi Dakar 2016 liggur frá San Juan til Villa Carlos Paz, er hún 931km í heildina og af því eru 481km á sérleið. Liggur leiðin í hálfgerðu fjalllendi og eru sumar leiðarnar ansi þröngar.

Nýliðinn Antoine Meo(KTM) fór fyrstur af stað og það er töluvert álag að vera fyrstur, sérstaklega þegar maður er nýr í þessu en hann hefur verið á góðri siglingu allt rallið. Það var nú samt greinilegt að í dag var hann að hjóla fyrir liðið, stoppaði hann og beið eftir Toby Price(KTM), hjóluðu þeir svo samhliða en með þessu hleypti honum frammúr. Það verður að segjast eins og er að þetta er alltaf frekar sorglegt að sjá, en þarna spila peningar og markaðalögmál klárlega ferðinni. 

En heppnin var ekki með Antoine Meo(KTM) i allan dag, hann féll þegar rúmir 40km voru eftir í dag og meiddist greinilega á hendi, kláraði hann samt leiðina en tapaði hann um 38mín á þessu, svekkjandi ef hann nær ekki að klára síðasta daginn sem er nú oft ekki mjög strembin.

D14 HelderKeppnin í dag fór af stað með látum, það var gríðarleg barátta um að komast á sigurpall, Pablo Quintanilla(Husqvarna), Helder Rodrigues(Yamaha) og Kevin Benavides(Honda) slógust hart í dag um 3 sætið. Munaði stundum ekki nema einhverjum sek á milli þeirra en svo náði Helder Rodrigues(Yamaha) að stinga aðra af og kom rúmum 4 mín á undan næsta manni.

Þessi næstsíðasti dagur getur skipt sköpum því oft hefur síðasti dagurinn verið stuttur og auðveldur og breytist staðan oft lítið á honum.

Helder Rodrigues(Yamaha) sigurvegari dagsins sagði þetta "fyrir mig var þetta stórkostlegur dagur, ég barðist og gerði eins og ég gat. Mér hefur gengið betur þessa seinni viku enda var ég veikur og slappur fyrri vikuna. Í byrjun þessara viku fór ég úr axlalið en er góður núna, eins og ég sagði, ég átti frábæran dag og þegar ég fór framúr Toby Price(KTM) og Antoine Meo(KTM) þá gaf það mér auka kraft. Allt gekk upp í dag bæði fyrir mig og fyrir Yamaha, náði ég mér með þessu uppí 5 sætið yfir heildina."

 

Eftir að hafa skilað sér í mark sagði Antoine Meo(KTM) þetta "það er ein leið eftir ekki satt? mig dreymdi þetta ekki, ég mundi ekki neitt nema hljóðin í Iristrack búnaðinum sem var að reyna vekja mig eftir fallið. Ég veit að ég var að leita að leiðarpunkti, ég tapaði tíma og ég var að hjóla með Toby ekki satt? þetta var rosaleg detta, mig verkjar allsstaðar, hendina, hálsinn, hausinn, já allstaðar nema rassinn."

 

Staðan eftir dag 14 í mótorhjólaflokki er:

1. Toby Price(KTM)     46:13:26

2. Štefan Svitko (KTM)     +37:39mín

3. Pablo Quintanilla(Husqvarna)     +53:10mín

 

D14 PatrolnelliMarcos Patrolnelli(Yamaha) byrjaði með látum í morgun og var ekki að hjóla til að hlífa hjólinu. Æddi hann af stað og var langfyrstur á fyrsta tímatökusvæði en á eftir honum komu þeir Jeremias Gonzales(Yamaha) og Sergei Karyakin(Yamaha). Skiptust þeir á að ná besta tíma milli tímatökusvæða en það fór svo að Marcos Patrolnelli(Yamaha) vann sérleiðina og jók forskot sitt yfir heildina meðan bróðir hans tók því frekar rólega í dag og kom 5 í mark rúmum 4mín á eftir honum.

En þar sem þeir bræður eru með svo yfirgnæfandi forustu þá breytti þetta engu með það.

 

 

Staðan eftir dag 14 í fjórhjólaflokki er:

1. Marcos Patrolnelli(Yamaha)     56:24:46

2. Alejandri Patrolnelli(Yahama)     +4:23min

3. Sergei Karyakin(Yamaha)     +1:52:07klst

 

Halldór Sveinsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.