Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Dakar 2016, dagur 13 en á ný stytt sérleið.

D13 MeoLeið dagsins lá frá La Rioja til San Juan. Heildarleiðin var 712km en af því voru 431km á sérleið og leiðin er erfið. Sandur í öllum útgáfum, laus, þungur, púður sem keppendur kalla fesh-fesh og er skelfilegt að lenda í. En inná milli verða hraðir kaflar, grjót og skorningar. Flott leið sem reynir mikið á.

En startinu í morgun var frestað þar sem þyrlur keppninar voru svo uppteknar í gær við aðstoð við keppendur ofl að þær náðu ekki fyrir myrkur til La Rioja og urðu þvi að bíða birtingar, keppni er aldrei sett í gang nema þyrlurnar geti flogið af öryggisástæðum.

 

91 mótorhjól áttu að fara af stað en 87 fóru af stað í dag því einhverjir voru ekki klárir með hjólin eða treystu sér ekki af stað, 85 kláruðu daginn. Gengi keppenda er misjafnt, meðan nýliðinn Antoine Meo(KTM) er í góðum gír, var í 4 sæti yfir heildina í morgun þá er reynsluboltinn Paulo Goncalves(Honda) sem er að keppa í sínu 16 Dakarralli líklega að upplifa eitt af sínum verstu. Hann átti vissulega góðan dag í gær, kom 4 í mark en eins og það hafi ekki verið nóg að hann hafi lent í veseni með hjólið í fyrradag þegar hann gataði vatnskassann á því þá fékk hann 15mín refsingu fyrir að vera of lengi inná tímatökusvæði 2 að reyna gera við það. Reglur segja að þú megir bara vera í 15mín inná tímatökusvæði en hann stoppaði þar í rúman klukkutíma. Má því segja að vonir hans með að komast á pall þetta árið séu nánast orðnar að engu.

 

Antoine Meo(KTM) kom fyrstur í mark í dag en forustumaður rallsins Toby Price(KTM) kom reyndar bara 18sek á eftir honum og jók forskot sitt yfir heildina, er núna rúmar 35mín í næsta mann sem er Stefan Svitko(KTM).

Sagði Antoine Meo(KTM) þetta eftir daginn "þetta er ótrúlegt, þetta var erfið leið að rata. Ég kom að Paulo Goncalves(Honda) þar sem hann hafði dottið og var verið að flytja hann inní sjúkraþyrlu. Ég gerði smá mistök og datt en allt slapp vel, svo fór leiðin að verða vandrataðri en það gekk vel hjá mér. Ég var líka heppinn og ég er mjög sáttur við a vinna þennan dag. Í kvöld þarf að fara vel yfir hjólið fyrir lokasprettinn."

 

En Paulo Goncalves(Honda)datt úr keppni í dag, var hann búin að eiga mjög slæman dag, villast og tapaði miklum tíma, var komið að honum þar sem hann hafi dottið illa og var meðvitundarlaus þegar komið var að honum, var hann fluttur til læknis með þyrlu. Það er mikil eftirsjá í honum.

 

En á ný var sérleiðin stytt, var ákveðið að miða við tíma á tímatökusvæði 2 sem er á miðri sérleiðinni, þó nokkrir keppendur voru farnir þar í gegn þegar tilkynning var gefin út, var þetta gert vegna mikils hita en hann var komin vel yfir 40 gráður, er hætt við því að þetta falli í slæman jarðveg hjá mörgum keppendum.

 

Staðan eftir dag 13 í mótorhjólaflokki er:

1. Toby Price(KTM)     40:08:30

2. Štefan Svitko (KTM)   +35:23mín

3. Antoine Meo(KTM)     +43:46mín

 

D13 PatrolnelliÞað eru ekki miklar breytingar í fjórhjólaflokki, var þessi dagur nánast afrit af gærdeginum, Brian Baragwanath(Yamaha) var á fljúgandi ferð í dag, þegar hann kom á tímatökusvæði 1 var hann komin með 4mín forskot á Alejandro Patronelli(Yamaha) og meira en 9mín í Marcos Patronelli(Yamaha) en þar sem sérleiðin var stytt og tímar miðaðir við tímatökusvæði 2 þá kláraði Brian Baragwanath(Yamaha) í öðru sæti í dag.

 

Staðan eftir dag 13 í fjórhjólaflokki er:

1. Marcos Patrolnelli(Yamaha)     49:36:00

2. Alejandri Patrolnelli(Yahama)     +8sek

3. Jeremías González Ferioli(Yamaha)     +1:41:15klst

 

Halldór Sveinsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.