Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Góður afmælisfundur.

DSC 0065Það var vel sóttur og skemmtilegur afmælisfundurinn hjá okkur í gær.

Byrjaði Halldór formaður að renna létt yfir dagskrá fundarins og svo afhenti Ásgeir Örn umsjónarmaður síðustu ljósmyndasamkeppni honum Sigurjóni Andréssyni verðlaun en hann var ekki viðstaddur sjálfa keppnina.

 

Eftir það kynnti Sigurjón drög að nýja bæklingnum og spunnust smá umræður um hann, myndir og efnistök, svo nú er hægt að klára hann.

Fór Halldór svo yfir dagskrá ársins 2016 og verður bara að viðurkennast að hún er þétt og mikil og alltaf gaman að sjá metnað félagsmanna í að halda útí góðri dagskrá, flott ár framundan.

 

Eftir að fundargestir höfðu gætt sér á afmæliskökum ofl bauð Kristján Már uppá stórskemmtilegar myndasýningar, sú fyrri frá ferð í miklum púðursnjó á Skjaldbreið og var gaman að sjá hvað hægt er að komast á fjórhjólum þegar þau eru komin á belti. Má sjá þessar myndir hér

Seinni myndasýningin var frá blautri haustferð Slóðavina, virkilega skemmtilegt.

 

Kristbjörn "dekkjakrissi" kom með 2 dekk þar sem hann var að sýna okkur frá nýjum/gömlum möguleika á að negla dekk, þ.e.a.s nagla sem henta okkur kannski betur en þessi þekktu Trellar, einnig sýndi Halldór fundarmönnum endurskinsmerki sem hann lét útbúa með logo félagssins og svo Íslandsmerki sem hægt er að strauja á fatnað, virkilega flott merki sem við hvetjum félagsmenn til að fá sér.

Ef félagsmenn hafa áhuga á að skoða þetta betur hvort sem það eru þessir naglar eða endurskinsmerkinn geta þeir verið í sambandi við Halldór formann í síma 8964965 eða með tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

DSC 0067 DSC 0069DSC 0062 DSC 0072 DSC06849 DSC06850