Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Dakar 2016, dagur 12 keppendur kvarta.

D12 Laia SanzÞað voru ekki allir keppendur sáttir við þessa styttingu á leiðinni í gær, þar á meðan hin spænska Laia Sanz(KTM) en henni var virkilega farið að hlakka til að takast á við fyrsta svona "alvöru erfiðan dag" eins og hún kallaði það. Lét vaða yfir keppnisstjórn og sagði meðal annars "þegar ég kom að tímatökusvæði 2 var ég neydd til að stoppa og ekki hleypt áfram. Var sagt að dagurinn yrði styttur vegna þess að þetta væri of erfitt vegna hitans. Ég meina Dakar á að vera erfitt og það er bara aumingjaskapur að um leið og eitthvað verður erfitt þá er leiðum bara sleppt. Ég er mjög pirruð yfir þessu og þetta truflar stöðu mína, ég sá fyrir mér að ég næði kannski að vinna mig aðeins upp í þessum stóru sandöldum þar sem ég var í stuði og gekk vel. það voru margir í erfiðleikum og jók það mínar vonir um að komast hærra. Ef það klára bara t.d 50 hjól þá er það bara þannig, það á ekki að lækka erfiðleikastuðulinn til þess að fleiri klári"

 

En í dag þá var semsé seinni dagur af seinna maraþoninu. var hjólað frá Belen til La Roija, var ferjuleiðin 283km og sérleiðn 278km. Ekki nóg með að þetta teldist til erfiðustu daga Dakars þá var einnig öðruvísi start en venjulega, voru ræstir þeir 10 hröðustu einu í stað eins svo það var slegist hart frá 1 meter. En eins og svo oft áður þá var vesen á veðrinu, startinu var frestað vegna þrumuveðurs.

Toby Price(KTM) var á fljúgandi ferð til að byrja með en um miðbik sérleiðarinnar var baráttan rafmögnuð milli hans, Kevin Benavides (Honda) og Štefan Svitko (KTM).  Paulo Gonçalves (Honda) villtist á leið að tímasvæði 1 og tafði það hann um nokkrar mín, honum tókst ásamt liðsfélögum sínum að laga hjólið og núna verður hann að sækja hart ef hann ætlar að eiga einhvern möguleika á toppsæti. Eftir frábæran akstur var hann 3 á tímatökusvæði 2 og átti 4 besta tíma dagsins.

Fór það svo að Štefan Svitko (KTM) sigraði leið dagsins með næstum 3mín mun á næsta mann sem var Kevin Benavides (Honda) og varð Toby Price(KTM) að sætta sig við 3sæti í dag en það dugir honum samt til að halda forusta enda 23mín rúmar í næsta mann en það eru nokkrir erfiðir dagar eftir svo þetta getur allt breyst.

 

Sagði Toby Price(KTM) þetta eftir daginn "þetta var lykilleið, ég tók því frekar rólega þar sem mér fannst hjólið ekki vera eins og það átti að vera eftir hitann í gær. Einbeitti ég mér því betur að því að villast ekki. Það var hörkubarátta í dag þegar þeir Stefan og Kevin komu upp að mér en ég get ekki kvartað, þetta var skemmtileg leið og ég get leyft mér að hjóla varlega og draga örlítið úr hraðanum. En það er ekkert öruggt í þessu ennþá, allt getur gerst en ég er vongóður."

Kevin Benavides (Honda) sagði eftir daginn "þetta var góð leið í dag, ég datt reyndar einu sinni en það var ekkert alvarlegt. Auðvitað var leiðin erfið en samt skemmtileg. Reyndi mikið á rötun og mikið um að landið væri skorið eftir vatnið og soldið um aurbleytu. Sandöldurnar voru því frekar blautar og lausar í sér í lok dags. En heilt yfir þá er ég mjög sáttur, það styttis í lokin og ég verð að halda fókus og gæta mín.

Pablo Quintanilla(Husqvarna) sagði þetta eftir daginn "þetta var ekki góður dagur, ég var á fullu að reyna vinna mig upp listann en þegar ég kom á bensínáfyllingarsvæði sá ég að afturdekkið hjá mér var skemmt. Ég reyndi að laga það eins og hægt var en ég varð að gæta mín að eyðileggja það ekki svo ég varð að halda ró minni og ekki ofgera því svo ég yrði ekki stopp. Svona er aðstæður eru skelfilegar, að geta ekki beitt sér á fullu og vita að maður er að tapa tíma en það eru nokkrir dagar eftir svo ég min berjast á fullu áfram."

 

En það hefur aldeilis saxast á fjölda keppenda en í morgun fóru 97 mótorhjól og 32 fjórhjól af stað, hafa því 39 mótorhjól og 13 fjórhjól dottið út en það eru 2 konur í hvorum flokki og þær eru báðar inni ennþá, Laia Sanz(KTM) í 14 sæti, Rosa Romero Font(KTM) í því 75 í mótorhjólaflokki og svo þær Camelia Liparoti(Yamaha) og Covadonga Fernandes(Can-Am). Flott hjá þeim. 

 

Staðan eftir dag 12 í mótorhjólaflokki er:

1. Toby Price(KTM)     34:49:04

2. Štefan Svitko (KTM)   +23:12min

3. Pablo Quintanilla(Husqvarna)     +42:49mín

 

8. Paulo Gonçalves (Honda)     +1:14:45klst

 

D12 Jeremías González Ferioli En það er einnig barist í fjórhjólaflokki, þ.e.a.s á eftir þeim Patrolnelli bræðrum sem einoka efstu 2 sætin. Hraðastur í dag á öllum tímatökusvæðum var Brian Baragwanath(Yamaha), var hann reyndar ekki nema 29sek á undan næsta manni en samt, alltaf flott rós að eiga sérleiðarsigur. Þeir Patrolnelli sögðu í gær að þeir ætluðu að hjóla "varnartaktík" en það var sossum ekki að sjá í dag miðað við hraðann, voru þessir 3 í sérflokki í dag og er munur í næstu menn að aukast. En maðurinn í 3 sæti yfir heildina Jeremías González Ferioli(Yamaha) sem er ekki nema tvítugur en er samt að keppa í sínu 3 Dakar er að standa sig vel og reyndar alltaf gert það. Tók fyrst þátt í Dakar 2016 og endaði þá í 6 sæti og svo í fyrra kláraði hann í 2 sæti, frábær árangur hjá þessum unga manni og verður gaman að fylgjast með honum áfram.

 

Staðan eftir dag 12 í fjórhjólaflokki er:

1. Marcos Patrolnelli(Yamaha)     43:14:19

2. Alejandri Patrolnelli(Yahama)     +1:34min

3. Jeremías González Ferioli(Yamaha)     +1:34:43klst

 

Halldór Sveinsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.