Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Allar fréttir

Skemmtilegt bíókvöld

bíókvöld

Bíókvöldið okkar var frábært, myndin skemmtileg og sýndi manni að maður er aldrei of gamall til að fara í ævintýraferð.
Þökkum við Óskari Sigurðssyni fyrir þessa flottu mynd.
Einnig dreifði formaðurinn okkar nýja bæklingnum og er hægt að nálgast hann hjá honum og fljótlega í öllum mótorhjólatengdum búðum.

Ískaldur túr í Grímsvötn á beltahjólum

GrimsvötnÞeir slá ekki slöku við félagarnir sem eru komnir með belti undir fjórhjólin sín og nú í vikunni ákváðu þeir að nýta sér þetta frábæra vetrarveður til þess að skreppa innað Grímsvötnum.

 

Voru þeir á 3 beltahjólum og lá leiðin í Jökulheima og þaðan uppí Grímsvatnaskála, tók sú ferð um 4 tíma. Gistu þeir í skálanum en þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir þá gekk ekki að koma gufubaðinu í gang þar.

 

Dagin eftir var haldið niður að Grímsvötnum og skoðað vel þar enda mikil paradís þar, vildi svo vel til að þegar við komum þar niður að það létti til en það hafði verið skafrenningur frá því um kvöldið og kuldinn var mínus 20 gráður.

Frá Grímsvötnum fórum við niður jökulinn að Pálsfjalli og niður með Langasjó sunnan megin. Þræddum við okkum með fjöllunum og yfir mörg frosin vötn.

Hádegismatur var svo tekin á Langasjó við flotta eyju. Áfram var svo haldið innað Sveinstindi og að skálanum Örk og skoðuðum við Lónakvísl. Áfram yfir Tungná hjá Slakka og Ónýtafelli, meðfram Nýjavatni og uppá Vatnaöldur og Skyggni.

Þaðan tókum við svo styðstu leið innað Blautukvíslum þar sem bílarnir voru.

 

Mjög skemmtilegur skreppur, færið heilt yfir mjög gott þessa rétt 250km leið en slatti af bensíni sem fór í skreppin, svo er bara að skipuleggja næstu ferð sem fyrst.

Myndir úr ferðinni má sjá hér

 
 
 
 
 
 
 
 

Beltagengið óstöðvandi í snjónum

beltahjolFjórhjólafólki á beltum fjölgar enda ekki skrítið þar sem nýjir ferðamöguleikar galopnast með þessu móti.

 

Síðustu helgi var frábær veðurspá og ákveðið að fara á Króksleið og Tindfjöll. Fimm beltahjól mættu í Fljótshlíðina í blíðskapaveðri, ferðinni var heitið inn að Krók.

Við höfðum ekki farið þessa leið áður að vetri til vegna þess að það er mikið af lækjum, giljum, hólum og hæðum á þessu svæði. En á beltunum var þetta bara gaman. Sumir lækirninr voru erfiðir, mjög djúpir með háum bökkum en við fundum snjóbrýr yfir þá flesta. Við fórum inn að Hungurfit og inn á fjallabak syðra með smá útidúrum í fjallshlíðum. Þaðan styttum við okkur leið upp á Tindfjöll.

Þræddum við brekkurnar upp á topp en þar stoppuðum við einungis örfáum metrum frá toppnum Ýmir. Svo gengu tveir gallvaskir upp meðan hinir horðu á og tóku myndir. Við fórum svo niður smá gil á leiðinni heim en lentum í smá hliðarhalla en beltin leystu vel úr því.

Langur og skemmtilegur Laugardagur, þessi hringur var um 120 km. og tók aðeins meira bensín en venjulega vegna færðar.

 
Hægt er að skoða myndir úr ferðinni hér 

Fjórhjól á Snæfellsjökul.

stjani snaefellsjokullUm síðustu helgi var skroppið á Snæfellsjökul. Var farið á 2 fjórhjól, annað þeirra á beltum.

 

Fljótlega kom í ljós að færið var erfitt og þungt, þunn skel og laus snjór undir. Það var því áhveðið að skilja hjólið með dekkjum á eftir í ca 300m hæð.

Við fórum svo tvö saman á beltahjólinu upp mjög brattar brekkur. Beltin eru að sanna sig og erum við mjög ánægð með þau, bæði öruggari í brekkum, hliðarhalla og svo drífa þau allt. Við komumst upp á topp sunnan við skíðalyfturnar sem er ekki hefbundin leið, vorum ca. 4 tíma með alla ferðina.

Til þess að komast alveg á toppinn þá þurfti smá ísklifur og þá var komin svarta þoka. Næsta dag var mun betra veður svo við fórum aftur á einu hjóli. Nú gekk það miklu betur og vorum við mun fljótari upp. Aftur var komin þoka á toppinn en við fórum í smá ísklifur á svokölluðum Þríhyrningi og svo aftur á Þúfutoppinn.

 

Frábær ferð í góðu veðri og er þetta klárlega svæði sem ég þarf að rannsaka mun betur.

 

Myndir úr ferðinni má sjá hér

Dakar 2016, dagur 15 Toby Price vinnur Dakar

D15 tobySíðasti dagur Dakar rallsins er tæplega 700km en að mestu á ferjuleið, einungis 180km sérleið í dag en það þarf að komast í mark. Leiðin liggur frá Villa Carlos Paz til Rosario og er ansi fjölbreytt, þarna eru sand- og grjótkaflar, þröngar leiðir og þessi síðasta leið er oft sú sem reynir mest á keppendur andlega. Einbeitingin er öll í að klúðra engu og klára án þess að tapa tíma eða sæti.

Samkvæmt venju er startað í öfugri röð á þessum síðasta degi svo það var upplifun fyrir Oswaldo Burga(KTM) sem er í sínu fyrsta Dakar ralli að fá að starta fyrstur, þess má geta að hann var í morgun fyrir startið var hann rúmum 54klst á eftir fyrsta manni, búin að vera á ferðinni í 100klst í heildina.

 

Af þeim 136 mótorhjólum sem hófu þáttöku náðu 84 að klára, það verður að teljast góður árangur í þessari lengsta og erfiðasta ralli ársins.

 

Einn er sá keppandi sem vert er að hafa auga með áfram en það er margfaldur meistari í Trial og enduro hinn spænska Laia Sanz(KTM), hörku nagli sem hefur nú verið óhrædd að láta í sér heyra ef henni finnst eitthvað ósanngjarnt samanber að stytta sérleiðir vegna erfiðleika, hún er búin að vera standa sig rosalega vel en hún datt illa fyrir 2 dögum og braut viðbein, kláraði samt leiðina og hefur látið vefja sig þétt til þess að geta haldið áfram, kláraði hún t.d lengsta dag rallsins í gær rúma 900km í 16 sæti og er hún hörð á að klára rallið. Það þarf rosalega hörku í svona og þetta tókst hjá henni, kláraði Dakar 2016 í 15 sæti yfir heildina, það myndu margir vera sáttir við það ómeiddir.

 

Antoine Meo(KTM) sem féll illa í gær og meiddist á hendi var staðráðin í að klára rallið þrátt fyrir meiðslin og náði hann því, kláraði síðasta daginn í 70 sæti rúmum 48mín á eftir fyrsta manni en það dugði honum samt til að vera í 7 sæti yfir heildina. Flottur árangur miðað við fyrsta Dakar og einnig meiddur.

 

Það eru líka margir sem taka þátt í Dakar sem ævintýri, þar má nefna frakkann Sylvain Espinasse(Husqvarna) sem er að taka þátt í sínu 3 Dakar en það sem er kannski það merkilegasta við þetta er að hann keppir á 125cc tvígengishjóli og þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, bilanir með hjólið, gekk illa á sumum leiðum sem ollu því að hann kom of seint útaf leið, fékk refsingu fyrir það en hann kláraði rallið og það ekki síðastur, endaði í 83 sæti og því næstsíðasta. Frábær árangur en ekki líklegt að hann geri þetta í bráð.

 

En það var Pablo Quintanilla(Husqvarna) sem vann þessa síðust sérleið, var hann með besta tíma á öllum tímatökusvæðum. Honda er búin að missa sína toppmenn út svo það voru minni spámenn að reyna halda uppi heiðri þeirra, kom Kevin Benavides(Honda) annar í mark í dag og nær hann með því 4 sæti yfir heildina.

 

Sigurvegari Dakar 2016 er Toby Price(KTM), tók hann enga áhættu í dag og kom 4 í mark í dag rúmum 4 mín á eftir fyrsta manni. Er þetta ansi góður árangur í sínu öðru Dakar ralli en hann var í 3 sæti 2015. Var hann allt rallið með efstu mönnum, vann 5 sérleiðar svo sigurinn var verðskuldaður. Eru KTM menn líka ánægðir með þennan 15 Dakar sigur sinn í röð.

 

Eftir daginn sagði Pablo Quintanilla(Husqvarna) "Þessi síðasta leið var sú erfiðasta, það var ansi mikil spenna og ég var taugaóstyrkur fyrir hana. Það má segja að allt rallið snúist um þessa síðustu leið. Ég hélt strax frá byrjun góðum hraða enda liðið búið að undirbúa hjólið vel svo ekkert myndi klikka og hélt þessum hraða í allan dag, ég varð að gera það þar sem baráttan um sæti á pallinum var svo hörð, þetta dugði okkur til að ná 3 sæti yfir heildina. Oft hefur þetta síðasti dagur verið frekar þægilegur, engin að taka neina sénsa en það var ekki svoleiðis í dag. Ég átti við meiðsli að stríða fyrir keppnina en það truflaði mig ekki en núna ætla ég að taka mér verðskuldað frí áður en ég sest niður með liðinu til að fara yfir keppnisárið 2016."

 

Sigurvegarinn Toby Price(KTM) sagði þetta "Ég veit varla hvað skal segja, er eiginlega orðlaus. Ég er í hálfgerðu sjokki ennþá, það hvarflaði aldrei að mér að ég ætti eftir að vinna Dakar rallið í annari tilraun. Þetta er ótrúlegt, fyrir mig, fyrir fjölskylduna, alla aðdáendurnar heima í Ástralíu, ég er fyrsti ástralinn sem sigra Dakar, það er geggjað! Ég hefði aldrei látið mér detta það í hug fyrir 2 árum síðan. Að klára Dakar rall er afrek, að vinna Dakar er ótrúlegt.

 

Lokastaðan í mótorhjólaflokki í Dakar 2016 er:

1. Toby Price(KTM)     48:09:15

2. Štefan Svitko (KTM)     +39:41mín

3. Pablo Quintanilla(Husqvarna)     +48:48mín

 

D15 fjorhjolÞað var Giuliano Horacio Giordana(Yamaha) sem fékk þann heiður að fara fyrstur af stað í fjórhjólaflokki inná síðustu leið Dakar 2016. Náði hann að halda góðum dampi í dag og kláraði í öðru sæti sem dugði honum reyndar ekki nema í 22 sætið þetta árið en hann hafði stefnt á topp 5 þetta árið eftir að hafa verið í 12 sæti 2015.

En það verður að segjast að það hafa fáir eitthvað í þá Patrolnelli bræður, hinn 33 ára gamli Marcos Patrolnelli(Yamaha) vann sinn 3ja Dakar sigur en hann vann einnig 2010 og 2013 en tók ekki þátt í fyrra, eldri bróðir hans sem var í öðru sæti þetta árið á 2 Dakar sigra að baki, ekki ónýt að vera með 5 Dakar sigra í fjölskyldunni.

Má eiginlega segja að sigurinn var aldrei í hættu svo miklir eru yfirburðir þeirra bræðra.

 

Sagði Marcos Patrolnelli(Yamaha) sagði eftir daginn "Ég er í sjöunda himni, við áttum stórkostlegt Dakar. Við vorum smá óheppnir í byrjun en svo fór allt að ganga vel og varð svoleiðis alla leið. Við komum mjög einbeittir til þessara keppni, vel undirbúnir og ég er mjög hrærður yfir árangrinum, þetta var erfitt rall. Eins og ég segji þá byrjaði það ekki vel en allt tókst þetta vel. Þessi sigur er sameiginlegur fyrir okkur bræður."

 

Lokastaðan í fjórhjólaflokki í Dakar 2016 er:

1. Marcos Patrolnelli(Yamaha)     58:47:48

2. Alejandri Patrolnelli(Yahama)    +5:23mín

3. Brian Baragwanath(Yamaha)     +1:41:53klst

 

 

Lýkur hér með umfjöllun um Dakar þetta árið, vona að einhver hafi haft gaman af þessu.

Halldór Sveinsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.