Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Þorrablótsferð 2017

Þorrablót Slóðavina, ein elsta ferð og viðburður Slóðavina

 

Laugardaginn 25. febrúar, brottför verður frá OLÍS Norðlingaholti kl. 10.00, komið heim sunnudaginn 26 (seinnipart dags).

Þorrablótið verður eins og undanfarin 4 ár í Þykkvabæ.
Það sem hver þátttakandi þarf að hafa með umfram góða skapið, hjólið og hjólagallann er svefnpoki og handklæði, drykkjarföng (gott er að vera með inniskó eða strigaskó til boltaiðkunnar).

Þátttökugjald verður á milli 8 og 9000 og inni í því gjaldi  er gisting, matur á laugardagskvöld og kjötsúpa á sunnudag.

Dagskrá: Eins og undanfarin ár verður hjólað upp úr hádegi og fram undir kvöldmat með kaffihléum (gott er að vera með nesti sem nægir fram að kvöldmat á laugardegi. Um kl. 19.00 verður matur sem verður eins og undanfarin ár byggður á köldu hangikjöti með uppstúi og kartöflum með sýnishorni á þorramat. Sunnudag verður í morgunmat kjötsúpa, hádegismat, kjötsúpa og í kaffinu afgangurinn af kjötsúpunni, upp úr miðjum degi förum við svo heim.

Skráning er á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (gott væri ef menn skráðu sig sem fyrst til að auðvelda forvinnu). Nánari upplýsingar koma á facebook síðu Slóðavina á mánudaginn 20. sem er loka skráningardagur á þorrablótið. 

Nýskráning