Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Ljósmyndakeppni og Bjórkvöld var haldið fimmtudaginn 2. febrúar á Kringlukránni.

Þátttaka í keppninni var algjörlega frábær og kepptu 50 mótorhjólaferða-ljósmyndir til úrslita. Fyrirkomulagið í keppninni var þannig að hver Slóðavinur mátti senda inn allt að fjórar ljósmyndir úr mótorhjólaferð á árinu 2016. Á úrslitakvöldinu voru fyrst kosnar átta myndir úr öllum myndunum, síðan kepptu tvær myndir til úrslita um titilinn besta ljósmynd ársins hjá Slóðavinum.

Skemmst er frá því að segja að Óskar Sigurðsson kom sá og sigraði en hann átti bæði bestu og næst bestu ljósmyndina í ár.

Hlaut hann verðlaun fyrir bæði sætin. Glæsilega vatns- og rykhelda Nikon myndavél frá Beco - Ljósmyndavörur og þjónusta fyrir sigurmyndina og fyrir annað sætið fékk Óskar Adobe Premiere Elements og Adobe Photoshop Elements hugbúnað. Um er að ræða frábæran pakka af myndbanda- og ljósmyndahugbúnaði frá Hugbúnaðarsetrið.


Þá voru einnig veitt sérstök verðlaun fyrir athyglisverðustu myndina en þau hlaut Sævar Bjarki Einarsson. Hlaut Sævar einnig Adobe hugbúnaðarpakkann.

Ljósmynda- og vídeómyndataka verður stöðugt stærri og skemmtilegri hluti af ferðamennsku og upplifun okkar Slóðavina. Við þökkum félagsfólki kærlega fyrir þátttöku í keppninni og góða mætingu á Bjórkvöldið.

 

Vinningsmyndin hér fyrir neðan :


 Vinningsmyndin

 

Næst besta myndin :

 

Nýskráning