Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Líflegur afmælisfundur

18 janúar var haldinn 9 ára afmælisfundur Slóðavina. Á fundinum var dagskrá félagsins fyrir árið kynnt og verður hún sett hérna á vefinn í vikunni.

Á fundinum var einnig stofnaður tæknihópur sem ætlar að rýna vefmál félagsins og leggja drög að uppbyggingaráætlun á því sviði.


Nýr bæklingur var kynntur ásamt áætlun um stefnumótun Slóðavina sem fékk fínar viðtökur og viðbrögð. Þar ætlum við m.a. að bjóða félagsfólki að hittast núna í febrúar á u.þ.b. klukkustundar spjallfundum þar sem farið verður yfir það sem vel hefur gengið og hvar við getum gert enn betur. Þessi fundir verða auglýstir fljótlega.

Þá var ljósmynda- bjórkvöld kynnt. Það verður haldið á Kringlukránni fimmtudaginn 2. febrúar klukkan 19:00 en auglýst nánar í vikunni.

Mæting á fundinn var með ágætum og gómsætar veitingar í boði.

 

 

Nýskráning