Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Tilkynning frá stjórn Slóðavina

Ný stjórn Slóðavina var kosin á aðalfundi félagsins í lok árs 2016, eins og lög félagsins kveða á um. Stjórnin hefur hist tvisvar formlega það sem af er tímabilinu og er stefnt á að hittast reglulega fram að næsta aðalfundi.

Stjórnarmenn hafa rætt opinskátt um þá atburði sem áttu sér stað á aðalfundinum 2016 og er stjórn samstíga varðandi áframhaldandi eflingu félagsins í takt við núgildandi lög þess. Ekki eru fyrirhugaðar meiriháttar stefnubreytingar á félaginu, heldur ætlar stjórn að horfa gagnrýnum augum inn á við og fara í stefnumótandi vinnu sem vonandi næst að kynna á seinnihluta árs 2017.

Það styttist í tíu ára starfsafmæli félagsins og á þeim tíma hefur félagið haldið uppi merkjum þeirra sem vilja nota slóðir til útivistar. Vinna við stefnumótun félagsins mun einmitt nýta það sem við sjáum í baksýnisspeglinum til að efla félagið og leggja drög að áherslumálum til framtíðar.

Vefurinn, samfélagsmiðlar og tölvukerfi félagsins hafa verið rætt og hefur verið stofnaður vettvangur innan stjórnar sem ætlar að endurskoða með hvaða hætti hægt er að bæta miðlun og utanumhald upplýsinga.

Stjórn er umhugað um nýliðun og er það eitt af markmiðun nýrrar stjórnar að hlúa vel að þeim sem koma nýjir inn og gera félagið sýnilegra út á við.

Stjórn óskar eftir góðu samstarfi við félagsfólk og heitir því að engar meiriháttar stefnubreytingar verði gerðar á félaginu nema með góðu og uppbyggilegu samtali allra.

Með hjólakveðju, fyrir hönd stjórnar
Jakob Þór formaður

 

 

Nýskráning