Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Dagsferð sem varð stutt

Dagsferd01

 

 

 

 

 

 

 

 

Laugardagurinn 24 september rann upp blautur en samt ekki með mikilli rigningu.

 

Karvel var mættur á N1 í mosó rétt fyrir klukkan 10 og leit fyrst út fyrir að hann færi einn að hjóla, líklegt að veðrið væri að setja strik í reikninginn en það rættist aðeins úr, 2 kappar bættust við rúmlega 10 og stuttu seinna aðrir 2 svo þeir voru 5 sem lögðu af stað.

En ekki voru þeir búnir að hjóla lengi þegar fór að hellirigna en áfram var haldið en farastjórinn komst svo að því trébrýr geta verið ansi sleipar.

Hann rann til og lenti illa en harkaði af sér aðeins áleiðis en varð svo að gefa eftir og halda heim.

 

Vegna ástands farastjórans og mikillar rigningar ákváðu ferðafélagarnir að fylgja honum heim og ferðin leist upp.

 

Því má bæta við að fararstjórinn kom ágætlega úr læknisskoðun og hristir þetta af sér fljótt.

 

Dagsferd02

Nýskráning