Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Norðurferð Slóðavina 2016 var frábær.

P8200389aNorðurferð Slóðavina þetta árið var síðustu helgi og 13 félagar í Slóðavinum mættu í ferðina þetta haustið.

 

Á fimmtudeginum var stoppað á Akureyri þar sem Þorsteinn formaður KKA fór með okkur í 3ja tíma enduro um nágrenni Akureyrar.

 

Eftir þægilega sturtu fór hópurinn í grill og skemmtilega kynningu hjá Motul á Íslandi.
Fengum við mikin fróðleik um olíur og aðrar viðhaldsvörum fyrir mótorhjól og bíla, flott tilboð í gangi og versluðu menn mikið. Þökkum við þeim fyrir frábæra kynningu.

 

Föstudagsmorgun var farið á Þeistareyki í blíðskaparveðri eins og var alla daganna.
Hjóluðum við í 3 daga í landi enduroguðsins og það verður bara að segjast að slóðarnir þarna eru einstakir.
Það verður að teljast ótrúlegt að það hafi ekki sprungið dekk hjá okkur þar sem við hjóluðum samtals tæpa 6000km, kom smá leki á eitt dekk en það var með gamalli bót svo það telst ekki með.

 

Ég vill þakka öllum þeim sem komu með í þessa ferð því félagsskapurinn er stór hluti af skemmtilegri upplifun

 

Hægt að sjá myndir úr ferðina hjá Halldóri Formanni hér, einnig myndir hjá Hannibal Slóðavini hér

 

Nýskráning