Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Langur laugardagur í ágætis veðri.

langur04

Ferðin Langur laugardagur var farin laugardaginn 16 júlí.

 

Lagt var af stað frá Tungufellsafleggjara í Hrunamannahreppi.  Sex kappar voru mættir í upphafi dags og veðrið lék við okkur.  Leiðin lá því næst inn á afrétt, Tangaleið frá Hvítá að Háafossi.  Eini farartálminn á leiðinni var Fossá, en þar borgaði sig að reiða hjólin yfir þar sem klapparbotninn var býsna háll yfirferðar. 

 

Þegar við svo vorum að koma í Hólaskóg tókst einum ferðfélaganna að sprengja bæði fram- og afturdekk í einu.  Gert var við og haldið í Hrauneyjar til að tanka menn og hjól. 

Þar kom hinsvegar í  ljós að framdekk hafði rifnað í tvöföldu sprengingunni.  Ákveðið var því að það hjól myndi ekki fara lengra, bara dóla sér í átt til byggða á móti bíl sem kom að sækja.

 

Þá voru fimm félagar eftir og haldið upp Gljúfurleit með Þjórsá inn í Setur.  Á þeirri leið var það Dalsáin sem getur verið slungin, en með því að reiða hjólin komust allir klakklaust yfir.

 

Í Setrinu var tekin kaffipása og ákveðið að kíkja á Kisugljúfur á heimleiðinni.  Leiðin lá því um Klakksleið með viðkomu í gljúfrunum og Klakksskála.  Eitt sprungið afturdekk á leiðinni sem tafði okkur aðeins og þoka farin að læðast að okkur.  Svo var brunað áfram með stuttu stoppi í Svínárnesi á leið okkar á upphafsreit.

 

Flott ferð fyrir þá sem mættu og leiðarnar skemmtilega.

 

Fleiri myndir úr ferðinni má sjá hér á facebook síðu félagsins.

 

langur01 langur02 langur03

Nýskráning