Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Jónsmessuferð fámenn en góð.

jonsmessa01

Það má með sanni segja að mörg met hafi verið slegin í hinni árlegu Jónsmessuferð Slóðavina árið 2016.
 
Einungis 3 mættu að meðtöldum farastjóranum en ferðin var frábær að venju.
 
En aldrei hafa eins fáir mætt í jónsmessuferð, meðalhraðinn hefur væntanlega aldrei verið meiri, vesenstuðullinn sjaldan verið eins lítill, flugan hefur líklega aldrei verið meiri og það hefur klárlega aldrei verið forsetakosningar sama dag áður.
 
Góð ferð í fullkomnu hjólaveðri (hlýtt, logn og engin sól), það er von okkar að næsta ferð verði fjölmennari.
Myndir fengar hjá Óskari Sigurðsyni.
 
jonsmessa02 jonsmessa03

Nýskráning