Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Frábært aksturstækni námskeið

13405136 10153790171848074 1960058011 o Sunnudaginn 12 júní var haldið námskeið í aksturstækni þar sem áhersla var á akstur í sandi.

 

Var námskeiðin haldið á flottu æfingarsvæði mótocrossklúbbsins í Þorlákshöfn en þar er bæði skemmtileg sand crossbraut og svo flottur enduro hringur.

 

Fékk félagið Atla Már Guðmundsson sem er alin upp í sandfjörum Þykkvabæjar til þess að kenna okkur.

 

Fimm félagar mættu, fjórir á hjóli og einn á fæti, vegna breytingar á staðsetningu þá helltust nokkrir úr lestinni en námskeiðið stóð í rúma 4 tíma sem endaði svo með að hjóla þennan rétt um 11km langa endurohring.

 

Voru þáttakendur mjög sáttir við kennsluna og allir sýndu þeir miklar framfarir sem vonandi nýttast þeim áfram, þ.e.a.s ef þeir eru duglegir að æfa sig.

 

Þökkum við Atla kærlega fyrir kennsluna.

 

13441524 10153790164473074 383045720 o 13446017 10153790163968074 1719603615 o 13453085 10153790164838074 1662186689 o 13453315 10153790166233074 838843336 o

Nýskráning