Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Landgræðsluferðin fámenn en tókst vel

landgræðsla01Það var frekar dræm mæting hjá Slóðavinum í landgræðsluferð þrátt fyrir eitthvert besta veður sem komið hefur á þessum landgræðsludegi frá upphafi landgræðsluferða Slóðavina.

 

Vaðaldan er orðin svo mikið uppgrædd eftir Slóðavini að hún er orðin áberandi í landslaginu þarna í eyðimörkinni. Frá 2009 höfum við grætt upp ölduna, en í fyrra komumst við ekki þar upp.

 

Á þessum árum höfum við sett nálægt 5 tonnum af áburði á ölduna, plantað á milli 3000 og 4000 birkiplöntum, sett niður um 3 kg. af birkifræi. Stæðstu birkitrén eru nú að ná meters hæð og dafna vel þarna sunnan í Vaðöldunni í 335 metra hæð yfir sjó innan um grjótið (á myndinni sem er tekin niður við skilti í átt að Vaðöldu er merkt með grænu þar sem áburðurinn fór á vorið 2014, en rautt er þar sem borið var á í ár.

 

Alls var dreift 600kg af áburði á ölduna í gær af Gísla og Hirti L..

 

landgræðsla02

Nýskráning