Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Sumardagurinn fyrsti - Dagur vondra vega

IMG 6754 Sumardagurinn 1 var með hefðbundnu móti þetta árið, þ.e. stefnt var á Reykjanesið. 

 

Byrjað var við ÓB Bensínstöðina á Völlunum í Hafnarfirði.  15 mættu, 14 Endurohjól og 1 fjórhjól.  Eitt hjól kom og fór aftur í bíl, e-r vetrarhrollur hrjáði gripinn og það vildi ekki af stað.

 

Skipt var í tvo 7 manna hópa og lagt í hann í sól og blíðu.  Leiðin lá eftir línuvegi inn í Breiðdal, Djúpavatnsleið, fjórhjólaslóðar við Grindavík, upp í útsýnið af Hagafelli og loks kaffihlé í Grindavík. 

 

Til baka var svo farinn Reykjavegur inn að Keili og loks línuvegur inn í Hafnarfjörð.  Leiðin endaði við Kvartmílubrautina þar sem við fylgdumst með þar sem verið var að keyra nýja hringaksturbraut.

 

Veðrið eins og best var á kosið og allt gekk snuðrulaust.

 

Nokkrir nýliðar mættur og var gaman að því, vonum að þeir hafi notið ferðarinnar og haldi áfram að mæta í viðburði félagsins.

 

IMG 6750 IMG 6751 IMG 6753

Nýskráning