Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Sumardagurinn fyrsti

 Við fögnum sumri á hefðbundinn hátt með ferð um Reykjanesið. Við söfnumst saman á ÓB bensínstöðinni á Völlunum í Hafnarfirði. Lagt verður af stað kl. 10:00 svo endilega að verið tímanlega svo hægt sé að skipta í hópa og spjalla.
Leiðin liggur eftir línuvegi inn í Breiðdal, Djúpavatnsleið, fjórhjólaslóðar upp í útsýnið af Hagafelli og svo kaffipása í Grindavík. Við látum það svo ráðast hvaða leið verður tekin til baka.
Allir eru velkomnir með í ferðina að uppfylltum eftirfarandi kröfum félagsins:
-Númeraplötur (hvítar/rauðar) þurfa að vera á ökutækjum.
-Grunnljósabúnaður í lagi.
-Ökutæki þurfa að vera í lagi.
-Standari á tvíhjólum.
-Ökuskírteini meðferðis.
-Og síðast en ekki síst, góða skapið !
-Fararstjóri hefur rétt á að vísa þáttakenda úr ferð ef ökutæki er ekki í viðunandi ástandi..

Nýskráning