Dagskráin

yieldrhombus2 isl

CB Login

Taktu þátt í stefnumótun Slóðavina

Þann 21. mars gefst áhugasömum félagsmönnum kostur á að taka þátt í fyrstu skrefum stefnumótunar félagsins. Um er að ræða spjallfundi þar sem farið er yfir það sem vel hefur verið gert, hvar tækifæri eru til að gera betur og framtíðarsýnar félagsmanna fyrir Slóðavini. Í boði eru tvær tímasetningar, kl. 18:30 og kl. 20:30 og á hvorn fund verður hægt að hafa að hámarki átta félagsmenn. Vonandi verður eftirspurn meiri en framboð og munum við halda fundi þangað til röddum félagsmanna er náð. Fundarstjóri stýrir fundinum og til að allt komist til skila sem fram fer þá sér fundarritari um að skrá niður efnistök fundar. Gert er ráð fyrir að hvor fundur standi í rúma klukkustund og boðið er upp á léttar veitingar.

Áhugasamir sendi póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þar sem fram kemur nafn og fundartími. Fundarstaður verður sendur á þátttakendur þegar skráning er staðfest.

Nýskráning